Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 45
SITT AF HVERJU 91 straumur hennar væri kaldari en loftið ofan hennar. Tvisvar hefur það verið mælt, mér vitanlega. í hvorugt skiptið reyndist vera um teljandi mun að ræða. Dalgolu verður einnig vart í Norðurdal Fljótsdals, en hún dreif- ist þar og dvínar, þegar kemur út úr þrengslum dalsins. Líklegt er, að loftstraumar með einkennum Dalgolunnar renni um þrönga dali norðanlands, sem drög eiga inn til hásléttunnar, en af því hef ég ekki haft spurnir. Geta má þess til, hvernig þetta fyrirbæri í vindafari verður: Á lognkyrrum frostnóttum eftir sólbjartan dag yfir hálendinu hnígur (sekkur) þyngsta (kaldasta) loftið niður á hálendisgrunninn, safn- ast fyrir líkt sem vatnslag væri, nær svo framrás um daladrög og streymir um þau sem vatn. Halldór Stefánsson. Skordýr taka framförum. Ef einhverjir af meindýraeyðum nútímans kynnu að hafa haft litla trú á þróunarkenningunni, eða þeim hluta hennar, sem kennd- ur er við Darwin, þá neyðast þeir nú víst til þess að endurskoða af- stöðu sína. En kenning Darwins um úrval náttúrunnar, og áhrif þess á eðlisfar tegundanna hefur á síðustu árum gert sig áþreifan- lega gildandi í baráttu mannsins við skordýrin. Sama hefur átt sér stað við notkun fúkalyfja gegn vissum sýklum, en það er önnur saga. Flugur og ýms önnur skordýr hafa um langan aldur hrjáð bæði menn og skepnur. Meindýr þessi hafa borið sjúkdóma, eins og malaríu, gula hitasótt, dílasótt, iðrakvefsóttir o. s. frv., og þau hafa eyðilagt jurtagróður og etið upp á skömmum tíma matvæli, sem fæða mætti af heilar þjóðir. í baráttunni gegn þessum ófögnuði hefur maðurinn leitað ýmissa bragða, en lítt orðið ágengt fyrr en nú á síðustu áratugum, er efnaiðnaðurinn gat framleitt nægilegt magn af efnum, er voru skordýrunum eitruð, en mönnunum skað- lítil eða skaðlaus. Þekktasta og hentugasta skordýraeitrið, sem framleitt hefur verið til þessa er DDT. Með hjálp þess hafa verið stígin stór skref í út- rýmingu skæðra farsótta meðal suðrænna þjóða. T. d. hefur malaríu verið útrýmt á stórum landsvæðum á þennan hátt. í landbúnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.