Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 40
86 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN við betri kjör nú en nokkru sinni fyrr. Þótt hemlað sé gegn sumu, sem hlýtur að koma og verður að koma, vill samt oft gleymast að spyrna gegn öðru, sem til lítils gagns er eða jafnvel tjóns. Við, sem eyðum ævinni undir erlendum himni, höfum ánægju af að lesa í blöðum að heiman um margar þær nýjungar á íslandi, sem aðrar þjóðir hafa ekki getað án verið, en um leið hryggir það okkur að sjá takmörkuðu fé eytt í hluti, sem betur væru ókeyptir. Finnst samt engum miður, þótt íslendingar njóti nú ýmiss konar munað- ar, sem aðrir hafa velt sér í lengi. Sumur munaður getur samt verið hættulegur, og ef sú hætta er ekki aðeins bundin við þann ættlið, sem leyfir sér munaðinn, heldur og við afkomendur hans í meira en sjö sinnum sjö liði, er tími til að vara við nýjunginni. Áratugum saman hafa sumar skóverzlanir erlendis haft tæki til gegnumlýsingar á fótum, svo að fólk megi sjá bein sín í nýjum skóm. Tækið hefur að sjálfsögðu auglýsingagildi vegna þess að marga fýsir að sjá fætur sína innvortis, en gildi þess fyrir skóval er ekkert, því að tilfinningin ein segir betur til um hentugleika skónna en gegnumlýsing, þótt sérfræðingar skoði fótinn í skóm með aðstoð hennar. Tæki þetta er nú að komast úr tízku erlendis, og veldur kannski ekki minnstu, að sérfræðingar í erfðafræði hafa bent á, að gegnumlýsing af hverju tagi er hættuleg og ber að nota sem tæki til lækninga mun varkárar en gert hefur verið til þessa. Þúsundir tilrauna hafa sem sagt leitt í ljós, að öll gegnumlýsing getur valdið stökkbreytingum af alvarlegasta tagi, svo að litþræðir eru brotnir og kon skemmd og gerð óvirk eða rangvirk án þess að hægt sé að bæta úr á eftir. Slík meðferð á venjulegum líkamsfrumum er oft- ast hættulaus, þótt stundum geti hún valdið krabbameini. En ef kynfrumur, eða þær frumur, sem mynda kynfrumur, verða fyrir geislum við gegnumlýsingu svo að litþræðirnir skemmist, getur þetta valdið ófrjóvgi ef skemmdirnar eru miklar, en oftar hefur þetta þó lítil áhrif á frumurnar sjálfar, heldur flytja þær skemmd- irnar til næsta ættliðs og svo koll af kolli. Flestar stökkbreytingar af þessu tagi eru víkjandi, svo að áhrifa þeirra gætir ekki fyrr en tveir afkomendur forföðurins, sem skemmdirnar urðu hjá, eiga afkvæmi saman. Þá geta aftur á móti allskyns afskræmi orðið til eða hreysti einstaklingsins orðið mun minni en skyldi og líf hans styttra. Ótal dæmi þess, að gegnumlýsing hafi skemmt frumur til mik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.