Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 9
Náttúrufr. — 43. árgangur — 1.—2. hefti — 1.-124. síða — Reyhjavik, sept. 1973
Eyþór Einarsson:
Eyrarós (EpHobium latifolium L.)
Eyrarós er tvímælalaust ein aí skrautlegustu plöntutegundum, sem
vaxa villtar hér á landi. Þar fara saman óvenjustór blóm með áberandi
fagurrósrauðum krónublöðum og það, að eyrarósin vex oft í svo stór-
um og samfelldum breiðum að mikinn svip setur á landslagið til prýði.
Þeim, sem fer um Sprengisandsleið eða aðrar slóðir fjarri mannabyggð-
um, líður t. d. seint úr minni það ævintýr að koma allt í einu að upp-
þornuðu lækjardragi alklæddu purpurarauðri eyrarósabreiðu, eftir að
hafa farið lengi um gróðurvana sanda og mela. Það má því segja, að
menn komist ekki hjá því að veita eyrarósinni eftirtekt, beri hana fyrir
augu þeirra, enda er hún ein þeirra fáu plöntutegunda hér á landi sem
allir þeir þekkja sem nokkra plöntutegund þekkja á annað borð. Auk
fegurðarinnar er eyrarós að mörgu leyti merkileg plöntutegund og fylli-
lega þess virði, að henni sé nánari gaumur gefinn.
Nafn og samheiti
Eyrarósar er fyrst getið frá Islandi á prenti, svo mér sé kunnugt, árið
1770 og þá á tveimur stöðum. 1 öðru tilvikinu er aðeins um að ræða
nafnaskrá yfir íslenzkar plöntur, sem danski grasafræðingurinn Otto
Friederich Múller gerði og byggði að mestu á söfnum og upplýsingum
frá apótekaranum, lækninum og grasafræðingnum Johann Gerard
König, sem dvaldist hér á landi sumrin 1764—65. í skránni er eyrarósar
getið undir fræðiheitinu Epilobium latifolium (O.F. Múller, 1770) en
þar er engar frekari upplýsingar að finna um plöntuna sjálfa. Á hinum
staðnum er aítur á móti nánar sagt frá eyrarósinni, enda er þar um að
ræða grein eftir danska grasafræðiprófessorinn Ghristen Fríis Rottböll.
Þar segir, að hún vaxi í stórum breiðum á íslandi og bæði König og aðrir
hafi safnað henni hér og flutt eintök til Hafnar. Þar er einnig að finna