Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 12
4
NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N
land and the Faeroes“, þá C. H. Ostenfeld og Johs. Grtntvcd (1934).
Eftir að sú bók kemur út má heita, að allir höfundar sem skrifa um
íslenzkar plöntur noti það fræðiheiti um eyrarósina og nægir þar að
nefna Ingimar Oskarsson (1937 og síðan), Ingólf Davíðsson (1944 og
síðan), Steindór Steindórsson, í öllum þeim ritgerðum, þar sem hann
getur eyrarósar, þar á meðai í 3. útg. Flóru Islands (1948), Johs.
Grontved (1942) og Áskel Löve, í öllum sínum ritgerðum um íslenzkar
plöntur, þar á meðal íslenzkum jurtum (1945) og íslenzkri ferðaflóni
(1970). Yngri íslenzkir höfundar hafa einnig allir notað það nafn fram
til þessa.
í öðrum löndum, þar sem eyrarós vex villt, hefur einnig verið breyti-
lagt, hvaða fræðiheiti hefur verið notað á henni. Allur þorri höf-
unda, sem mér cr kunnugt um, að hafi skrifað um eyrarós í Norður-
Ameríku vestan Grænlands nota nafnið Epilobium latifolium um hana
og má þar nefna M. L. Fernald (1950), H. A. Gleason (1952), C.L.
Hitchcock o.fl (1961) og E. Hultén (1968 og 1971). Sama nafn not-
uðu þeir sem fyrstir skrifuðu um þessa tegund á Grænlandi, t. d. G.
C. E. Oeder (1771). En frá því Joh. Lange hóf að skrifa um græn-
lenzkar plöntur (1877 og 1880) hefur eyrarósin þar gengið undir
fræðiheitinu Chamaenerion latifolium, sbr. t.d. T. Böcher, K. Holmen
og K. Jakobsen (1957 og 1966). Um eyrarós í Norðaustur-Rússlandi og
í Asíu hafa bæði nöfnin verið notuð. Eldra nafnið nota t. d. C. F.
Ledebour (1845), B. Lynge (1923) og E. Hultén (1929). í hinu
mikla verki um flóru Sovétríkjanna, Flora SSSR, 15. bindi, útg. af B.
K. Sjisjkin og E. G. Bobrov (1949), er yngra nafnið aftur á móti not-
að. Loks má geta þess, að í 2. bindi hinnar nýju Evrópuflóru eða Flora
Europaea (T. G. Tutin o.fl., 1968), þar sem Peter H. Raven skrifar
um eyrarósaættina, en hann er sérfræðingur í þeirri ætt, er gamla
fræðiheitið, Epilobium lotifolium L. notað um eyrarósina og tel ég
rétt að fara eftir því.
Lýsing
Sú lýsing á eyrarós, sem hér fer á eftir, er gerð eftir íslenzkum ein-
tökum. Þar er að venjulegu leyti stuðzt við lýsinguna í 3. útg. Flóru
Islands (1948), en allar tölur sem gefa til kynna stærð eru meðaltöl
mælinga, sem ég gerði sjálfur á þurrkuðum eintökum eyrarósar í grasa-