Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 33
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN
25
Myncl 6. Dimmagljúfur í Jökulsá á Brú er hér sýnt til samanburðar við
gljúfrin i Jökulsá á Fjöllum. Dimmagljúfur er eitt af dýpstu gljúfrum á land-
inu, en það, sem einkennir það, er, að áin fyllir botn þess, og er það því miklu
þrengra en gljúfrin í Jökulsá á Fjöllum. Dimmagljúfur er að tiiluverðu leyti
grafið í móberg, sem er miklu auðgræfara en grágrýti. Annars staðar rennur
Jökulsá á Brú í grunnum, þröngum gljúfrum, gröfnum í blágrýti. Þessar tvær
jökulár cru nokkuð sambærilegar, hvað vatnsmagn snertir.
Fig. 6. The canyon Dimmagljúfur in Jökulsá á Brú is shouin here for corn-
parison with ihe canyon in Jökulsá á Fjöllum. Dimmagljúfur is one of the
cleepest canyons in Iceland. The main difference between the two canyons is
that Dimmagljúfur is rnuch narrower and the river fills the bottom of it dur-
ing the usual surnmer discliarge. Dirnmagljúfur is to a great extent cut into
Móberg, which is much easier to erode than the basalt. Otherwise, Jökulsá á
Brú flows in a shallow, narrow canyon cut into basalt. These two glacier fed
rivers are similar in discharge characteristics.
sniðum, þá er það þó tiliólulega lítið, miðað við mörg önnur, og
verður því að álíta, að þessi þversnið séu bezt til reikninga fallin.
Á 8. mynd er sýnt þetta svæði. Sigurður Þórarinsson (1959) hefur
athugað öskulög á einhverjum þessara lijalla og fundið, að jarð-
vegur á þeim er yngri en öskulagið H:i, en ofan hjallanna er jarð-
vegur með öskulög frá öllum eftirjökultíma. Þetta sýnir, að hjall-
arnir eru strandlínur hlaupsins, þó sennilega myndaðir eitthvað
undir hæsta yfirborði. En það ætti ekki að vera mjög mismunandi