Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 34
26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
frá einum hjalla til annars, þannig að breyting á hæð hjallanna
gefur gróft halla hlaupsins.
í meðfylgjandi töflum eru nokkrar stærðir varðandi þetta hlaup
útreiknaðar og rennslið samkvæmt mismunandi aðferðum. Við gerð
töflu 1 hef ég notið aðstoðar Laufeyjar Hannesdóttur, vatnafræð-
ings, og Sigmundar Freysteinssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen. Manning-jafnan er mest notuð við flóðút-
reikninga, en hætt er við, að niðurstöður hennar gefi of há gildi
og passi illa, þar sem botninn er á hreyfingu, eins og búast tuá við,
að verið hafi þarna, þar sem bergið í botninum grefst svo ört. Jöfn-
ur, þar sem tekið er tillit til hreyfanlegs botns, gefa lægra gildi.
En allir þessir reikningar benda þó til þess, að rennsli í hámarki
var varla undir 400.000 m3/sek.
TAFLA 1.
Útreikningar d rennsli hlaupsins.
1. Manning-jafna með venjulegum Manningsstuðli fyrir mikið vatn.
Farvegur grafinn í nútímaform.
Rennsli: 1 — 1.2 millj. m3/sek.
2.
Manning-jafna og að öðru leyti sömu skilyrði og áður en farvegur ofan á
hrauninu frá Sveinum.
Rennsli: 0.4 millj m3/sek.
3. Samkvæmt útreikningum Sigmundar Freysteinssonar.
Rennsli að jafnaði við straumhvörf, íarvegur svipaður og í dag.
Rennsli: 0.4—0.5 millj. m3/sek.
4. Líkan Sigmundar Freysteinssonar með líðandi straumi (subcritical flow)
neðan Hafragilsfoss, straumhvörfum í grennd við Vígaberg og stríðum
straumi (supercritical flow) þar fyrir neðan, reiknað samkvæmt jöfnum
Engelunds rennsli og aurburður. Grjót í botni með meðal þvermál 35 cm.
Rennsli: 0.4 millj. m3/sek.
Aur: 125 m3/sek.
5. Flóðtoppurinn farið sem bylgja í gegnum gljúfrin.
Rennsli: 0.4—0.5 millj. m3/sek.
Þetta eru stórar tölur, og er rétt að 1 íta aðeins á, hver niðurstaða
hefur verið af flóðareikningum á jökulhlaupum á Islandi á undan-