Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 það sé drcgið af mannsnafni. Tökum sem dæmi Lora pingeli, hið latn- eska nafn hábela (tilheyrir sæsniglum), en hér er tegundarheitið dregið af mannsnafninu Pingel. Ef undirtegundarheiti er notað, skal það ritað á eftir tegundarheitinu og ætíð með litlum upphafsstaf. Oft getur verið hentugt að nota undirættkvíslarheiti. Er því skotið inn milli ættkvíslar- heitisins og tegundarheitisins, alltaf ritað með stórum upphafsstaf, og umhverfis það skal settur svigi. Agætt dæmi er grænlenzka gljáhnytlan, samloka, sem ber latneska nafnið Nucula (Leionucula) tenuis expansa. Hér táknar fyrsta orðið ættkvíslina, annað orðið undirættkvíslina, þriðja orðið tegundina og fjórða og síðasta orðið undirtegundina. Á íslenzku hefur oftast verið notað deilættkvísl og deiltegund í staðinn fyrir undir- ættkvísl og undirtegund. Eg tel, að seinni nöfnin séu heppilegri og í meira samræmi við flokkunarfræðina í heild, sem kemur vel í Ijós, þegar nota þarf flokkun í yíirætt, ætt og undirætt, svo að dæmi sé tekið. Heiti á afbrigðum (varietas) eða tilbrigðum (fonna) eru ekki háð hinum alþjóðlegu nafngiftareglum. Vísindaleg nöfn dýra lúta reglum latnesks máls, hvort sem þau eru af latneskum uppruna eða ekki. Af þessu leiðir, að í stað æ er ritað ae, í stað ö er notað oe, í stað ð cr einatt haft d og í stað þ er skrifað th, svo að dæmi séu ncfnd. Ekki má hafa bandstrik í latneskum dýranöfn- um, nema því aðeins að fyrsti stafurinn í tegundarheitinu sé latneskur og sérstaklega notaður til þess að gefa til kynna ákveðið einkenni. Þannig skal hið latncska nafn vængbarða (sæsnigill) skrifað án bandstriks: Aporrhais pespelecani og ekki Aporrhais pes-pelecani. Tölustafi má heldur ekki hafa í dýranöfnum; rita skal decemlineata og ekki 10-lineata. Síðan 10. útgáfa af SYSTEMA NATURÆ kom út árið 1758 hefur miklum fjölda tcgunda verið gefið nafn. Stundum hefur svo farið, að sama tegundin hefur fengið mismunandi nöfn, t. d. sitt í hverju land- inu. Nú uppgötvast þetta og er þá elzta nothæfa nafnið eftir 1758 talið rétt nafn tegundarinnar og öll önnur nöfn, sem henni hafa verið gefin, eru svokölluð samncfni (synonym). Þá er það ekki fátítt, að mismun- andi tegundir hafi fengið sama na'fn (homonym). Skal þá venjulega sú tegund, sem fyrst hafði fengið nafnið eftir 1758 halda því, eh hinar verða að fá ný nöfn. Ártalið 1758 er þannig notað sem grundvallarártal hinna alþjóðlegu nafngifta dýra og ekki þarf að taka tillit til eldri nafna. Til þess að latnesk dýranöfn séu ótvíræð er strax á eftir tegundar- hcitinu (eða undirtegundarheitinu) ritað nafnið á þcim, sem gaf teg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.