Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
39
aða útbreiðslu, t. d. eru fundarboð eða laus fyrirlestrablöð ekki tekin
gild. Nauðsynlegt er, að nákvæm ákvörðun og lýsing (með góðum
myndum) fylgi nýju tegundamafni úr hlaði.
Ymsan annan fróðleik um meðferð latneskra dýranafna má finna í
alþjóðareglunum, en hér skal látið staðar numið að sinni. Ef frekari
vandamál ber að höndum, er nauðsynlegt að kynna sér reglur þessar
af nákvæmni.
Lokaorö.
Það er ef til vill ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu, hvort
ástæða sé til þess að vekja athygli á þessum alþjóðareglum um nafn-
giftir dýra. Svarið getur aðeins orðið játandi. Tökum til dæmis hina
íslenzku orðabók handa skólum og almenningi, sem út kom árið 1963,
tveim ámm eftir að þessar nýju reglur komu fyrst á prenti. í orðabók-
inni er brotið í bág við þá kunnu reglu, að latnesk ættkvíslaheiti dýra
skuli ætíð rituð með stórum upphafsstaf.
Engum er akkur í því, að hafinn sé eltingarleikur við öll þau reglu-
brot, sem kunna að leynast í bókum og riturn um dýrasteingervinga-
fræði eða dýrafræði. Þau eru trúlega nógu mörg samt.
HEIMILDARIT
Döðvarsson, Árni (ritstjóri). 1963: íslenzk orðabók handa skólum og almenn-
ingi. 852 bls. Reykjavík.
Stoll, N. R. (ritstjóri). 1964: International Code of Zoological Nomenclature
adopted by the XV International Congress of Zoology, London, July 1958.
2. útgáfa. 176 bls. London.
Steindórsson, Steindór. 1936: Carl v. Linné. Náttúrufr. 6, 161 — 179. Reykjavík.