Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 48
40
N ÁTT Ú RU FRÆÐ INGURINN
Helgi Hallgrímsson:
Fyrir nokkru tóku sveppafræðingar í Skandinavíu eftir því, að
viss tegund hattsveppa óx jafnan á eða í grennd við lifrarmosa-
tegund eina, að nafni Blasia pusilla. Virtist augljóst, að um ein-
hvers konar samband myndi vera að ræða milli sveppsins og mos-
ans.
Alþekkt er sambýli sveppa og þörunga, sem kallast skófir eða
fléttur, en þar eiga jafnan asksveppir í hlut. Þó er vitað um fá-
einar tegundir hattsveppa, sem mynda eins konar skófir með græn-
þörungum (Basicliolichenes), og sambýli hattsveppa við blómplönt-
ur og byrkninga er alkunnugt og kallast svepprót.
Lifrarmosinn Blasia pusilla vex á jarðvegi og líkist þal hans
einna mest aflöngu blaði, en kantar þess eru með bylgjum og smá-
bleðlum hér og þar, og brettast gjarnan upp á við, en að neðan er
þalið fest við jörðina með fjölmörgum rætlingum. Oft eru æxli-
korn á þalinu, einkum enda þess, og mynda þar oft óreglulegar
hrúgur. Þá sjást einnig á þalinu dökkir dílar hér og Jrar. Við nánari
athugun kemur í ljós, að Jretta eru smáholrúm í þalinu, sem fyllt
eru upp af bláþörungstegundinni Nostoc (punctiforme). Sjálfur
I. mynd. Hattsveppurinn Gerronerna
pseudogrisella á liframosanum Blasia
pusilla. Safnað í Eyjafjarðarárhólmum,
12. 6. 1972.