Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 51
I
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN 43
1. mynd. Fálki (Falco rusticolus) við hreiður sitt.
Fyrstu öruggu vitnin um ástarlíf fálka.
Ótal sinnum minnist ég þess, þegar ég var á stjái við kindur eða
á refaveiðum í marz og apríl í björtu veðri og logni, að skyndilega
barst að eyrum mér, hástemmdur, titrandi tónaniður, sem átti upptök
sín geysihátt í lofti. Þetta voru fálkar að hrína, eins og við köllum
hér. Þessari hæð ná þeir með smá hækkandi hringflugi. Ég átti oft
erfitt með að koma auga á þá, nema í sjónauka, þar sem ljóst brjóst
þeirra, kviður og neðra borð vængja, bar við heiðríkjuna. Þeir flugu
venjulcga í kröppum hringum, mcð tíðum vængjaslætti, eins og þcir
væru í eltingaleik, enda virtust þeir stundum snerta hvorn annan, velta
sér við í loftinu og sýna þannig listir sínar. Og alltaf var það þessi
söngur þeirra, sem kom upp um þá. Hann er ólíkur þeim viðvörunar-
köllum, sem þeir nota, þegar þeir tilkynna ungum sínum eða maka
um hættu. Þeim köllum mætti líkja við hvellan, hljómmikinn, en
sundurslitinn tón, sem minnir á hljóðtáknin: guvaa-guvaa-guvaa-