Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 52
44
N Á T T Ú R U F RÆÐ J N G U RI N N
guvaa-guvaa og venjulega fimmskiptur, og sá fyrsti talsvert langdreg-
inn. Hinum fyrmefnda rná aftur á móti líkja við hlakkandi hlátur,
sem minna á hljóðtáknin: hrííí-hrííí hríí-hríí- hríííí, og oftast fimrn-
skiptur, í hverri lotu með augnabliksþögn á rnilli og virðist bera mest
á err-hljóðinu. Þessi hlátur þeirra virðist alveg samhljóma, þó báðir
syngi þeir fullum hálsi. Þetta er ósvikinn ástaróður og fyrsta bending
um það, að þarna hafi Amor unnið sigur, eins og fyrri daginn, og það
upp í heiðríkjunni, þar sem kærustupörin em alfrjáls og óttalaus við
alla óvini þessa heims. — Þennan sama hlátur nota fálkar líka oft,
þegar þeir eru komnir í vigahug og eftir velheppnaða veiðiför.
Stundum em fálkarnir þrír saman. Venjulega eru það þá tveir biðl-
ar, sem kcppa um blíðu hinnar fráneygu og eftirsóttu flugfreyju. Eftir
mánuð má gera ráð fyrir því, að þau hafi reist bú og eigi cgg ckki
fjarri þeim stað, sem þau iðkuðu þessa leiki í háloftunum.
Enga fugla hef ég séð á hringflugi svona hátt í lofti. Næst þcim
koma þá svartbakar. Þeir svífa hring cftir hring mjög hátt í lofti og
þá venjulega með hrjúfum og ósamhljóma öskmm, sem vel rná þó
vera, að sé lofsöngur um lífið, sem þá er að nálgast hámarkið? Aðra
tíma árs hef ég aldrei séð svartbaka á svifflugi svo hátt í lofti.
Fálkar halda vörð við vöggu unga sinna.
Sjaldan minnist ég að hafa komið svo að hreiðri, þar sem fálki er
búinn að verpa fyrsta eggi, að ekki hafi annað foreldrið tilkynnt komu
mína með hvellum viðvömnarköllum og þá oftast svifið yfir mig tals-
vert hátt í lofti með tíðum og jöfnum vængjaslætti. Ef maki hans heyr-
ir þessi köll, kemur hann á vettvang, eins fljótt og hann framast getur.
Ég hef slegið því föstu, að með þessari framkomu gefi hann til kynna
tortryggni sína gagnvart mönnunum og ckki að ástæðulausu. Tor-
tryggni gagnvart kmmma sýnir hann í verki en ckki með upphrópun-
um. Oft eiga þeir líka í brösum og ber þá fálkinn ávallt sigur af hólmi,
þurfi hann eitthvað að verja. Margar sögur hafa líka heyrzt um viður-
eign þeirra og sumar ótrúlegar, svo ekki sé meira sagt. Þó hef ég ekki
ástæðu til að rengja suma mcnn, sem horft hafa á viðureign þeirra. Með
fáum orðum verður nú sagt frá einum slíkum atburði — þó þar væri
svartbakur en ekki hrafn sökudólgurinn.
Það bar eitt sinn við að vorlagi, að þrír menn vom á sjó nálægt
standbjörgunum skamrnt norðan við Lón í Kelduhverfi. Þeir vissu, að