Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 59
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
51
fuglum. En það er enn margt á huldu um hátterni íslenzka fálkans og
seint mun allur sannleikur sjá þar dagsins ljós.
Fyrrnefnt vor, 1970, var afar lítið um rjúpur hér nema þá helzt á
vissum stöðum um tvö til þrjú hundruð metra yfir sjó. Þetta vissu
fálkahjónin í Jökulsárgljúfrum, enda komu þau upp þremur stæðileg-
um ungum. Þau sýndu líka öll merki þess að vera gömul og lífsreynd.
Eftir að ungar eru farnir að stálpast við hreiður sín, geta gamlir
fálkar oft orðið ótrúlega aðgangsharðir við menn og hunda, sem nálgast
hreiðrin. Um það eru mörg óræk vitni.
Síðustu tvo áratugina, þegar rjúpnastofninn hefur verið fáliðastur,
hefur verið miskunnarlaust herjað á hann af okkur mönnunum. Verði
áframhald á slíkum aðförum, öllum til tjóns, er það víst, að hann
verður aldrei nema örlítið brot af því, sem hann var oft á fyrri helm-
ingi þessarar aldar. Það þarf því engan að undra, þó alvarlega horfi
fyrir fálkanum okkar, hér í Þingeyjarsýslum, sem alltaf hafa verið —
og verða munu — hans draumalönd, eins og rjúpunnar.