Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 62
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vatnsnúið stórgrýti allt vestnr fyrir Undirvegg og malarlög sjást þar í lautum án þess að upphaflegt hraunyfirborð, svo sem reipi og sprungóttir hraunhólar, hafi látið á sjá. Bæði suðvestan og suð- austan við Ásbyrgi hafa verið grynningar, og haugar af flóðseti mynda þar stærðar eyrar á milli flóðálanna. Hér norðan til ber Ásbyrgishraunið engin merki jökulsvörfunar, sem örugglega verða greind frá flóðummerkjum. Það eina, sem nokkurt Itald væri í, eru rákirnar á klöppum í Eyjunni, en einar sér mega þær sín lítils. Eftir að Ásbyrgishrauninu hefur verið fylgt vestur fyrir sigdalinn, er það auðrakið til upptaka í Stóra-Víti á Reykjaheiði, voldugustu dyngjunni hér um slóðir. Þeistareykjabunga er yngri og miklu minni dyngja norðan í lialla Stóra-Vítisdyngjunnar. Þaðan hafa runnið hraunstraumar norður á Kelduhverfissanda, þótt ekki hafi þeir náð austur að Ásbyrgi. Hraunið rann rí siðjökultíma. Það má telja nokkurn veginn öruggt, að sjávarstaða var komin í líkt horf og nú, þegar Stóra-Vítishraunið rann, því að engar ör- uggar menjar um sjávarrof sjást í því. Einhverjum kynni að detta í hug hamrabrúnin milli Grásíðu og Sulta, og ekki skal því neitað, að hún líkist brimklifi. En þá er hins að gæta, að stallurinn er alls ekki í Stóra-Vítishrauninu heldur í eldra dyngjuhrauni, sem á sér upptök skammt norðaustan við Stórahversmó á Reykjaheiði. Hæstu sjávarmörk í Axarfirði ná um það bil í 50 m hæð. Lágt klettaþrep norðan í hrauninu milli Ástjarnar og Ásbyrgis nær um það bil í 40 m hæð og er því nokkuð neðan við efstu sjávarmörk. Þorvaldur Thoroddsen (1959) getur sögusagnar um skeljafund í Ásbyrgi og rekadrumba hjá Ási til áréttingar þeirri staðhæfingu sinni, að sjór hafi fyrrum náð upp í Ásbyrgi. Þeir brimbörðu klettar, sem hann byggir þá skoðun sína einkum á, munu þó fremur verk árinnar, enda var Þorvaldi myndun Ásbyrgis allsendis óljós. Mér er ekki kunnugt um, að þessi skeljafundur hafi verið staðfestur og fólk á næstu bæjum þekkir ekki til slíks. Legg ég því lítið upp úr frá- sögninni urn liann. Öllu ákveðnari vísbending fæst um aldur hraundyngjunnar frá Stóra-Víti, ef athugaður er hraunjaðarinn vestan við Rauðhóla og Svínadal og afstaða hans til jökulmenja. Vestan við Rauðhóla sést,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.