Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 70
58
NÁTTÚRUFRÆÐ1N G U R1 N N
það hafi skilið eftir sig engu síður en seinna hlaupið. Lögun Ás-
byrgis og varðveizla jarðvegs með öskulaginu H5 framrni á gljúfur-
börmum og í Eyjunni sýnist mér benda til, að Ásbyrgi hafi að
mestu leyti grafizt í eldra hlaupinu og lítið meira en totan, sem
gengur lengst suður, sé yngri en H:!. Með þessu mælir einnig, að
farvegurinn frá Kvíum niður til Ásbyrgis var þegar mótaður, áður
en Hljóðaklettahraunið rann í hann. Síðara hlaupið hefur dýpkað
hann óverulega, en þó rutt hrauninu úr honum að miklu leyti.
Eldra hlaupið hefur í fyrstu hitt fyrir tiltölulega jafnt hallandi
hraunyfirborð og þá flæmzt vítt yfir, en iilaupvatnið síðan safnazt
í farveginn norður frá Kvíum, er hann tók að grafast.
Sé hugað að menjum eldra hlaups ofar með Jökulsá verður fyrir
dalurinn ofan við Forvöð, en hann líkist engu fremur en víðu
gljúfri. Hraun frá gossprungunni neðan við Dettifoss, sem er 70
km á milli enda og sti lengsta á landi hér, hefur síðan runnið í
þetta víða gljúfur og allt niður fyrir Svínadal. Ber hraunið augljós
merki svörfunar eftir síðara hlaupið. Hugsanlega er víða gljúfrið
ofan við Forvöð jafngamalt Ásbyrgi eldra hlaupsins. Á báðnm stöð-
nnum hagar líkt til þannig séð, að tiltölulega mjó gljúfur (um 500
m) opnast fram í önnur víðari (um 1000 m) (1. mynd). Ásbyrgi
sjálft sýnir þó aðeins byrjunina á þessari þróun, því að í síðara
hlaupinu hefur vatnið fljótlega leitað í eystra gljúfrið, þar sem
áin er nú, og grafið það og vatnið þá hætt að renna til Ás-
byrgis.
Ef tímasetja skal þetta elzta stórhlaup nánar vandast málið. Það
er allmiklu eldra en öskulagið H5 (7100 ára), en gæti liafa orðið
skömmu eftir Búðaskeið. Varðandi upptökin stendnr valið á milli
jökulhlaups úr uppstífluðu lóni, sem tæmdist skyndilega vegna
jöklarýrnnnar og hins vegar hlaups af völdum eldsumbrota, en jran
ein sér væru lítils megnug nema til að hleypa fram vatni, sem áðnr
gat safnazt fyrir í kvos. Líklegra þykir mér, að þetta eldra hlaup
hafi staðið í sambandi við jökulbráðnunina eftir Búðaskeið, og séu
upptcjkin ef til vill ekki sunnarlega á hálendinu. Það, hversu hlaup-
ið virðist liafa komið snöggt, bendir vissulega til, að upptökin liafi
verið skammt undan. Saga jökulbráðnunar eftir Búðastig er því
miður allt of lítið þekkt til þess að kveða nánar á um þetta at-
riði.