Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 74
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
salat. Þegar soðin var kofa, þ. e. lunda- eða teistuungar, þótti mjög til
bóta að hafa skarfakál í súpuna. Teistunni virðist fara fjölgandi og
syntu hvarvetna hópar af þeim fyrir fjöru og þær sátu líka hinar spökustu
á grjótgörðunum og grjótbyrgjunum en þau eru fjölmörg og eru gamlir
skreiðarhjallar, þaklausir. Mun oft björgulegt að líta á fiskrárnar, eða
svo var í gamla daga.
Ég kannaði aðeins gróður á heimaeyjunum, en víða mun og vera
mikil gróska í úteyjum. Klettar víða fagurgulir af veggjaskóf og hinn
dökki litunarmosi mjög algengur á stcinum og klöppum. Þótti hann
hagræði í gamla daga.
Vcl gengur með garðrækt í Vestureyjum, ef garðarnir eru í sæmi-
legu skjóli fyrir særoki, sem einkum í haustveðrum gengur yfir eyjamar.
Næturfrost þarf varla að óttast að sumrinu. Blóm þrífast vel í skjóli,
en þýðingarlaust mun vera að rækta þar tré. Ég sá fáeinar rytjulegar
birki- og grenihríslur í Skáleyjum. Ribs mætti e. t. v. rækta í góðu
skjóli. — Eyjabúar telja fiskveiði heldur vera að glæðast vegna aukinna
friðunaraðgerða, en þéttar netagirðingar hafa oft lokað Breiðafirði og
hamlað fiskgöngum inn fyrir.
Samgöngur eru sæmilegar. Flóabáturinn Baldur fer þrjár ferðir í
viku á sumrin, en eina á vetrum milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjáns-
lækjar. Lagís og ísrek veldur oft samgönguerfiðleikum á vetrum. Vorið
er hér unaðslegasti tíminn, segja eyjamenn. Þá kemur fuglinn með líf og
fjör í björg og hólma. En fámennt er orðið í evjunum og sumar jafnvel
komnar í eyði, þrátt fyrir hlunnindin. Enginn skyggnist um af Vað-
steinsbjargi og enginn rær úr Bjarneyjum.
Sumar ættir hafa lcngi haldið tryggð við óðul sín. Þannig hefur t.d.
ætt Gísla Jóhannessonar hreppstjóra búið mann fram af manni í Skál-
eyjum, þrjár kynslóðir a. m. k.
I Svefneyjum hefur Eggert Olafsson eflaust oft horft af Þinghóli út
yfir haf og eyjar. Og enn er búið vel í Svefneyjum, Hvallátri og Flatey.
í Suðureyjar, eyjabálkinn mikla úti fyrir Klofningi og í Hvamms-
fjarðarmynni, kom ég sumarið 1943. (Sjá skýrslu Hins íslenzka náttúru-
fræðifélags 1943). E. t. v. hafa einhverjir slæðingar borist þangað síðan.
Talið er, að œtihvönn hafi breiðst mjög út, einkum í úteyjum, síðan
byggð lagðist niður í öllum Suðureyjum nema Brokey. Gœsin og hvönn-
in halda velli.
Ég kom í skarfabyggöina í litlu klettaeyjunni Klofningi, rétt hjá
Flatey 1971, og var þar sannarlega þétt setið uppi á eynni, skarfur við