Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 75
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
63
1. mynd. í Skáleyjum 28. júlí 1971. (íbúðarhús til hægri, melgras á fjárhús-
vegg til vinstri). — Ljósmynd Ingólfur Davíðsson.
skarf. Þetta var 26. júlí og voru toppskarfarnir með unga, mjög spakir.
Aíæðurnar hreyfðu sig varla, en opnuðu aðeins ginið og hvæstu er við
gengum að þeirn til að taka myndir. „í slíka fuglaparadís hefi ég aldrei
komið áður“, sagði þýzkur fræðimaður, sem var með í förinni. Eyja-
bændur segja, að toppskarfi og dílaskarfi komi illa saman. Toppskarf-
urinn sé harðfengari, þó minni sé, og fæli hinn burt og verði einráður á
varpstöðvum sínum. Toppskarfur þykir mjög fallegur á vorin, meðan
toppurinn er í fullu iitskrúði.
Nokkur skarfa- og lundatekja er í eyjunum og einnig mikið um ritu
(skegla). Þórshani verpir í Flatey, Hvallátri, Skáleyjum, Svefneyjum
o. fl. Breiðafjarðareyjum. Gæsum hefur farið mjög fjölgandi síðustu
10—15 árin og spilla þær kannski varpeyjunum með grasáti sínu.
Vestureyjar eru lágar og gróðursælar, enda ber fuglinn mikið á.
Flatey má heita eintómt graslendi og Hvallátur einnig. í Skáleyjum
og Svefneyjum er dálítið mishæðóttara og fjölbreyttara landslag. Kvist-
lendi er ekkert. Ég sá fáeinar grávíðiplöntur í Hvallátri og örfáar blá-
berjalyngklær í Skáleyjum, þ. e. á heimaeyjunum, en i úteyjum er hér
og hvar til krækilyng, en ])ó rnjög lítið um það. Kvað þó fremur vera