Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 76
64
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Toppskarfar með unga í Klofningi við Flatey 26. júlí 1971.
Ljósmynd Ingólfur Davíðsson.
að brciðast út. Smjörlauf er fágætt, nema í Seley, rétt hjá heimaeynni
í Svefneyjum, þar er mikið um það. Melgras er víða mikið og allvíða
vex það á fjárhúsþökum til mikillar prýði og heldur vel saman torfinu.
En brött þurfa þökin að vera svo ekki leki. Blágresi vex í Sviðnum, en
annars staðar aðeins lítillega í úteyjum. Þrenningarfjóla vex einnig í
Sviðnum. Baunagras í melhólma í Skáleyjum. Slæðingurinn gulbrá
upprunalega komin austan úr Asíu, vex nú í Flatey, Hvallátri, Svefn-
eyjum og Sviðnum og hefur sennilega vaxið þar í 15—25 ár. Var
útrýmt í Skáleyjum. Til Reykjavíkur barst gulbráin, skömmu fyrir síð-
ustu aldamót, að sögn Bjama Sæmundssonar fiskifræðings. Marhálmur
var fyrr mjög algengur við eyjar og strendur Breiðafjarðar, en eyði-
lagðist að mestu í bráðsmitandi pest um 1930. Lifðu álftir áður mjög
á marhálmi. Nú er hann að smáaukast aftur.
í Flatey vaxa 130 tegundir blómjurta. Um 100 tegundir í Hval-
látri og heldur fleira í Skáleyjum og Svefneyjum, enda er landslag þar
fjölbreyttara, meiri ásar og mýrlendi, líkara því sem er á landi.
Hrísey er lítil ey, sem liggur skammt undan landi, fyrir Miðhúsum
í Reykhólasveit. Greinarhöfundur kom þangað 29. júlí 1948 og athug-