Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 77
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
65
aði gróðurinn aðeins stutta stund. Sá þar 125 tegundir blómjurta og
byrkninga. Sennilega finnast fleiri við nákvæma leit. Hrísey er rnjög
mishæðótt með klettahæðum, brekkum, lautum og mýrablettum. Þar er
skjólgott og verður fé vænt. Eyjan er óbyggð.
í Hrísey sá ég 26 tegundir, sem ófundnar eru í Flatey og Hvallátri.
Þær em þessar: Einir (Juniperus communis), þursaskegg (Kobresia
myosuroides), heigulstör (Carex glareosa), svarthöfðastör (C. atrata),
flóastör C. limosa), firnungur (Nardus slricta), fjallafoxgras (Pleum
commutatum), kjarrsveifgras (Poa nemoralis), fjallapuntur (Desch-
ampsia alpina, loðvíðir (Salix lanata), smjörlauf (S. herbacea), fjalldrapi
(Betula nana), birki (B. pubescens), einn rótarteinungur, bamarót
(Coeloglossum viride), lágarfi (Stellaria humifusa), melanóra (Minu-
artia rubella), lambagras (Silene acaulis), blágresi (Geranium silvatic-
um), vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia), maríustakkur (Alchemilla
filicaulis), hmtaberjalyng (Rubus saxatilis), holtasóley (Dryas octopet-
ala), geithvönn (Angelica silvestris), bláberjalyng (Vaccinium myrlil-
lus), reiðingsgras (Menyanthes trifoliata), fellafífill (Hieracium al.pin-
um).
3. mynd. Melgras á fjárhúsþaki í Hvallátri á Breiðafirði. 26. júlí 1971.
Ljósmynd Ingólfur Davíðsson.