Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 85
73
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN
Mynd I. Norðanvert Norður-Atlantshaf. Dökkt: helztu landsvæði raeð gos-
bergi frá Tertier og Kvarter tíma. X: nokkur smærri innskot. o—o: virkir hafs-
botnshryggir. ?: hugsanleg eldstöð í Skagerrak. Tölur: borholur Glomar Chal-
lenger. Strikalínur: Rockall-banki og Porcupine-banki.
tiíminn á norðurslóðum hófst fyrir rétt um 3 milljónum ára. Neðar taka
við lög, er benda til heittcmpraðs sjávarhita, og ná allt til Júratíma
fyrir 150 millj. ára, en neðst eru m. a. kolamolar, er sýna, að Orphan-
hæðin hefur verið á þurru og hluti meginlands á þeim tíma.
Staðir 112 og 113 voru í Labradorhafi, og ætlaðir til þess að kanna
eðli yfir 600 m þykkra setlaga, er þar höfðu áður fundizt með jarð-
sveiflumælingum. Reyndust þau að mestu leirkennd og ættuð frá ná-
lægum meginlöndum, og eru þau elztu frá lokum Krítartímans fyrir
um 65 millj. ára. Kemur þetta heim við fyrri niðurstöður segulmælinga
þarna. Undir setlögunum var blágrýti.
Staður 114 var austan við miðju Reykjaneshryggjar, á stað þar sem
fyrri athuganir höfðu sýnt, að setlög þykknuðu mjög snögglega í átt
frá hryggnum. Setin reyndust þarna um 600 m þykk, en ekki eldri en
5 milljón ára, þótt blágrýtisgrunnurinn undir sé talinn um 12 milljón