Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 89
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
Arnþór Garðarsson:
Nýjungar um íslenzka burstaorma
Burstaormar (Polychaeta) eru einn þriggja aðalflokka liðormafylk-
ingarinnar (Annelida). Burstaormar eru nær allir í sjó. Þeir eru ein-
hver algengustu dýrin á sjávarbotni hér við land, og getur fjöldi
þeirra skipt mörgum þúsundum á hvern fermetra. Þeir eru mikif-
væg fæða margra botnfiska og ýmissa fugla. Staðgóð þekking á
burstaormum hefur því talsvert hagnýtt gildi. Þar að auki eru
burstaormar merkilegur og fjölbreyttur dýraflokkur, þar sem mót-
ar fyrir upphafi ýmissa aðlagana, er aðrir flokkar hafa þróað frekar
og sérhæft.
Lítið sem ekkert hefur verið ritað um burstaorma á íslenzku, og
er æskilegt, að hægt verði að bæta úr því í þessu riti áður en langt
um líður. Reyndar má segja hið sama um flesta aðra flokka lægri
dýra. Burstaormar eru lítt kunnir öllum almenningi og raunar
einnig náttúruskoðurum. Þetta stafar einkum af því, að margir
ormanna eru mjög smávaxnir, nota þarf smásjár við ákvörðun, og
greiningabækur eru fremur óaðgengilegar.
Um burstaorma við ísland ritaði Bjarni Sæmundsson (1918)
ágæta yfirlitsgrein, sem einkum er athyglisverð fyrir það, að þar er
að finna mjög þýðingarmiklar upplýsingar um lífshætti þessara
dýra, auk þess sem getið er margra nýrra tegnnda hér við land.
Heildaryfirlit um burstaormafánuna er að finna í ritverki Elise
Wesenberg-Lund (1951), en hún vann úr öllum gögnum, sem þá
voru til, aðallega í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn, en einnig
í náttúrugripasöfnunum í Reykjavík, Amsterdam og Berlín. Wesen-
berg-Lund getnr um 223 tegundir burstaorma hér við land. Fá-
einar þessara tegunda verða þó af ýmsum ástæðum að teljasf vafa-
samar.
Hér verður getið nokkurra tegunda burstaorma, sem ekki hafa
fundizt áður með vissu hér við land. Þetta eru alls 7 tegundir, og
hefur 5 þeirra ekki verið getið áður frá íslandi eða nálægum haf-
svæðum. Ein (Ampharete finmarchica) hefur áður fundizt djúpt úti