Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 90
78
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. mynd. Fundarstaðir burstaormanna Eulalia bilineata □, Scolelepis fuliginosa
*, Chitinopoma groenlandica A og Spirorbis tridentatus °.
af Snæfellsnesi, og ein (Chitinopoma groenlandica) hefur verið
talin íslenzk, án þess að handbær sönnunargögn hafi legið fyrir. Enda
þótt tegundir þessar séu nýjar í íslenzku fánunni, er ekki þar með
sagt, að þær séu allar sjaldgæfar. Tvær þessara tegunda (Polydora
quadrilobata og Spirorbis tridentatus) eru algengar á fjörum við Suð-
vesturland, og ein (Pygospio elegans) hefur fundizt í miklu magni
þar og innst í Eyjafirði.
Aðeins ein þessara sjö tegunda (Scolelepis fuliginosa) hefur suð-
læga útbreiðslu miðað við ísland. Hinar hafa allar fundizt norðar,
og tvær (Ampharete fintnarchica og Chitinopoma groenlandica) eru
nálægt suðurmörkum sínum hér. Virðist því eðlilegt að álykta, að
a. m. k. sex þeirra tegunda, sem hér er getið, séu gamlar í íslenzku
fánunni, en ekki er hægt að fortaka það, að S. fuliginosa sé ný-
komin liingað. Að mínum dómi eru tvær höfuðástæður fyrir því