Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 91
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
79
2. mynd. Fundarstaður burstaormanna Polydora quadrilobata □, Pygospio ele-
gans A og Ampharete finmarchica °.
að flestar þessara tegunda hafa ekki fundizt áður við ísland. í fyrsta
lagi hafa þær flestar fundizt á fjöru og grunnsævi, en þessi svæði
eru einmitt einna minnst þekkt dýrafræðilega hér við land. í
öðru lagi eru margir þessara orma afar smávaxnir, og er því nokk-
uð tilviljanakennt, hvort þeir finnast, ef ekki er litið sérstaklega
eftir þeim.
Phyllodocidae
Ormar af þessari ætt eru yfirleitt langir og mjóir og samanstanda
af mörgum liðum. Fóttotur (parapocfia) eru einfaldar, þ. e. aðeins
eitt par á hverjum lið, gagnstætt því, sem venjulegast er meðal
burstaorma, að hver fóttota skiptist í baktotu (notopodium) og kvið-
totu (neuropodium). Baklægir og kviðlægir angar (dorsal og ventral
cirri) eru útflattir og mynda blöðkur (sbr. 3. mynd, b). Raninn
(myndaður af úthverfanlegu koki) er alllangur, sívalur og án
kjálka. Yfirleitt 2 augu, 4 eða stundum 5 fálmarar (antennae) á
framenda, engir þreifarar (palpi). Einn til þrír fremstu liðir bols-
ins eru ummyndaðir og bera paraða fálmanga (tentacular cirri).