Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 92
80
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
3. mynd. Eulalia bilineata: a. framendi séður að ofan, 1). fóttota nærri miðjum
bol, c. bursti. Eintak úr Hólminum, Reykjavík, 25. 2. 1971.
Eulalia bilineata (Johnston) 1840
Fundarstaðir (1. rnynd):
1. Hólmurinn, Reykjavík, 25. febrúar 1971. Fjara. Eitt eintak
(lengd um 50 mrn) í leðjuskán á steini, myndaðri úr pípurn
burstaormsins Polydora ciliata (Johnston). Safnandi Jón Bald-
ur Sigurðsson.
2. Garðsjór, Faxaflóa, um 64° 05' N, 22° 31' V, dýpi um 35 m,
3. október 1971. Botnvarpa, Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson. Fjögur smá eintök (lengd um 10—33 mm) úr skelja-
bruðningi.
Ættkvíslin Eulalia er auðþekkt á því, að fálmarar eru 5. Náskyld
ættkvísl, Phyllodoce, sem er algeng hér við land, hefur 4 fálmara.
Þessar ættkvíslir báðar eru með 4 pör fálmanga, gagnstætt þriðju
algengu ættkvíslinni, Eteone, sem hefur 2 pör af fálmöngum.
Önnur tegund af ættkvíslinni Eulalia er mjög útbreidd hér, ekki
sízt í fjörum. Það er Eulalia viridis (Linné), áberandi, dökkgrænn
ormur, sem dregur nafn sitt af litnum.