Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 93
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
81
Eulalia bilineata (3. mynd) er venjulega gulgræn eða gráleit á
lit, með tvær dökkar langrákir sitt hvoru megin aftur eftir bakinu
og dökka bletti við grunn liverrar fóttotu. Litmynstrið sést ein-
ungis á lifandi eintökum. Baklægu angarnir mynda ávalar blöðkur,
en ekki lensulaga eins og á E. viridis.
Tegundin hefur mjög víða útbreiðslu. Hún hefur fundizt í
Norður-íshafi (m. a. við Jan Mayen), í Norður-ICyrrahafi, Norður-
Atlantshafi, Miðjarðarhafi og við Suður-Afríku. Dýptarsvið hennar
er einnig mjög breitt, frá fjöru og allt út á 2000 m dýpi.
Eulalia bilineata er talin vera rándýr eins og flestar skyldar teg-
undir. Ormar þessir eru sífellt á ferðinni, og leita þeir sér ætis
með því að skjóta út úr sér rananum í holur og glufur, sem á vegi
verða. Lítið er vitað um æxlunarmáta tegundarinnar annað en
það, að dýr með þroskaðar kynfrumur liafa ummyndaða, ósam-
setta bursta innan um liina venjulegu samsettu bursta. Er senni-
legt, að burstar þessir séu notaðir til sunds um fengitímann.
Spionidae
Allfjölskrúðug ætt langra, grannra orma. Margir liðir, sem allir
eru áþekkir. Aðaleinkenni eru 2 langir þreifarar, sem detta þó oft
af, þegar ormarnir eru deyddir. Formynnill (prostomium) er lítill
og yfirleitt greinilega afmarkaður, hann vantar fálmara, en fram-
endi myndar stundum tvö útdregin „horn“ (6. mynd, a), og stund-
um er lítill stakur fálmari aftan á formynnli. Venjulega eru pöruð,
fingurlaga tálkn ofan á sumum (eða öllum) liðum. Sérkennilegir
krókburstar (uncini), a. m. k. á sumum liðum.
Ormar þessir lifa flestir í leðju eða sandi. Flestir þeirra byggja
um sig himnukennda pípu, sem oftast er þakin þunnu lagi leðju
og sandkorna.
Polydora quadrilobata Jacobi, 1883
Fundarstaðir (2. mynd):
1. Kópavogur, 29. marz 1971. Nærri bryggju á Kársnesi. Sandur
í miðri fjöru. Pípurnar stóðu um 2—3 cm upp úr sandinum,
breidd um 2 mm, þaktar fíngerðum sandi. Með unga í pípun-
um. Ungarnir voru með 20—25 liði og höfðu að mestu vaxtar-
lag fullorðnu dýranna.
6