Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 94
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Polydora quadrilobata: a. framendi (án þreifara), b. stórir burstar af
5. liff, c. afturendi. Eintök úr Kópavogi, 29. 3. ’71, og af Seltjarnarnesi, 26. 9. ’71.
Kópavogur, 1(3. apríl og 23. nóvember 1972. Botnskafa. Ríkj-
andi á leðjubotni frammi undan bryggjunni (dýpi um 2—3 m).
2. Arnarnesvogur, Garðahr., 19. október 1972. Dýpi 2—4 m. Árni
H. Jónsson, Bogi Ingimarsson og Eiríkur Jónsson.
3. Eiði við Gufunes, Reykjavík, 8. apríl 1971. Fáein eintök sigtuð
úr leðju og sandi. Með unga í pípunum.
4. Suðurnes, Seltjarnarnesi, 29. september 1971.
5. Kaldalón við ísafjarðardjúp, 26. september 1972. Leira. Mjög
algeng. Kristín Aðalsteinsdóttir.
6. Brynjudalsvogur, Hvalfirði, 3. febrúar 1973. Mjög algeng í
sandi neðarlega í fjörunni.
Samkvæmt þessu er Polydora quadrilobata fremur algeng á sand-
fjörum og leirum við vestanvert landið og einnig neðan fjörumarka
á leðjubotni. Ástæðan fyrir því, að jalnalgeng tegund hefur ekki
fundizt lyrr, er eflaust smæðin. Tímgunartíminn virðist vera i
marz-apríl, og eggin klekjast í pípunum.
Ormar af ættkvíslinni Polydora eru yfirleitt smávaxnir pípuorm-
ar (íslenzkar tegundir allt að 30 mm á lengd), sem ýmist eru í