Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 95
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
83
mjúkum botni eða bora sig inn í steina, svampa, skeljar o. s. frv.
Þeir lifa á smásæjum lífverum og lífrænum ögnum, sem þeir ná
með því að veifa löngum þreifurunum upp um sjóinn eða um yfir-
borð botnsins. Helzta einkenni ættkvíslarinnar eru ummyndaðir
og mjög stórir krókburstar á 5. lið.
Polydora quadrilobata (4. mynd) er auðþekkt frá öðrum Poly-
dora-tegundum á því að krókburstar 5. liðar enda í stuttum brúski.
Tegundin er útbreidd um norðurhöf frá lágfjöru út á rúmlega
200 m dýpi. Hefur hún fundizt í Norður-Kyrrahafi, Norður-íshafi
(Spitzbergen) og í Atlantshafi suður til írlands og Norðursjávar.
Pygospio elegans Claparéde, 1863
Fundarstaðir (2. mynd):
1. Ósar við Hafnir, Gull., 12. apríl 1971. Algeng í yfirborði sand-
fjöru nálægt stórstraumsfjörumörkum.
Ósar, 7. marz 1973. Dýpi 1—4 m. Botngreip. Algeng. Erlingur
Hauksson og Helgi Guðmundsson.
2. Kópavogur, 16. apríl 1972. Leðjufjara, í yfirborði innan um
burstaorminn Fabricia sabella (Ehrenberg).
3. Arnarnesvogur, Garðahr., 19. október 1972. Dýpi 2 m. Árni H.
Jónsson, Bogi Ingimarsson og Eiríkur jensson.
4. Búðatjörn, Seltjarnarnesi, 20. september 1972. Mjög mikið í
leðjubotni. Selta í Búðatjörn mældist 26,lc/c0 þennan dag, en
24,0%o hinn 13. september. Jón Baldur Sigurðsson.
5. Eyjafjörður nærri Akureyri, 20.—23. marz 1972. Dýpi 2—4 m.
Botngreip. Sveinn Ingvarsson. Tekin á 4 stöðum með strönd-
inni vestast í Akureyrarpolli og auk þess á einni stöð vestan
við Glerárós. Fjöldinn var mjög mikill, 2200—34000 á fermetra.
Á þremur af fimrn stöðvum var mikið af burstaorminum
Fabricia sabella innan um P. elegans (sbr. Agnar Ingólfsson
o. fl. 1972).
Eftir þessum upplýsingum að dæma, virðist líklegt að Pygospio
elegans sé útbreiddur á grunnsævi og fjörum hér við land, og hann
er sums staðar í mjög miklu magni. Ástæðan fyrir því að jafn-
algeng tegund hefur ekki lundizt fyrr, er vafalaust sú sama og getið
var um Polydora quadrilobata — þetta er afar smávaxinn ormur,
sem hætt er við, að menn taki ekki eftir.