Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 96
84
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN
5. myncl. Pýgospio elegans: a. framendi (aSeins hægri þreifari sýndur), b. aftur-
endi, c. krókbursti af afturhluta. Eintak úr Ósunt við Hafnir, 12. 4. 1971.
P. elegans (5. mynd) er lítill ormur, allt að 15 mm langur. Helztu
einkenni eru tálknin, sem eru aðeins um miðhluta líkamans og
eru að mestu vaxin saman við baktotuna. Karldýr hafa þó auk þess
stór tálkn á 2. lið, sem ekki eru áföst við baktotuna. Afturendinn
er einnig sérkennilegur, og endar hann í 4 gleiðsettum, nöbbótt-
urn totum. Pípurnar eru mjóar (breidcl um 0,5 mm) og þaktar fín-
gerðum sandi, oft með járnútfellingum.
Tegundin er fundin í Norður-Kyrrahafi, í Norður-Atlantshafi
(m. a. við Vestur-Grænland og Norður-Noreg), í Norðursjó og
Eystrasalti allt inn í Finnskaflóa, í Miðjarðarhafi, Svartahafi og við
Suður-Afríku. Hún er aðallega á fjörum og grunnsævi og mest á
mjúkum botni (leir, leðja eða sandur). Þolir talsvert seltulítinn sjó.
Eggjunum er orpið í keðjum, sem myndaðar eru úr hylkjum, er
hvert um sig inniheldur 16—80 egg. Hylkin eru fest með þráðum
innan í pípuna. Lirfurnar klekjast innan í hylkjunum og alast þar
upp fyrsta kastið, eða allt að 14-liða stigi. Uppsjávarstigið er stutt,
og þegar liðirnir eru 17—20 sezt lirfan á botninn.
Scolelepis fuligÍ7iosa (Claparéde) 1868
Fundarstaður (1. mynd):
Álftanes, nærri bænum Hlíð, Gull., 2. febrúar 1963. í sandi
undir steinum nálægt miðri fjöru (Eucus-beltið). 4 eintök.