Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 97
NÁTTÚRUI-RÆÐINGURINN
85
6. mynd. Scolelepis fuliginosu: a. lramendi, b. fóttota al afturhluta, c. krókbursti.
Eintak at Álftanesi, 2. 2. 1963.
Þrátt fyrir allmikla söfnun á fjörum á Suðvesturlandi hefur teg-
undin ekki fundizt annars staðar.
Ættkvíslin Scolelepis hefur einkennilegan formynnil, sem endar
í tveimur útdregnum hornum. Ofan við fóttoturnar eru fingur-
laga tálkn, sem byrja á fyrsta lið og eru á hverjum lið aftur úr.
Scolelepis girardi (Quatrefages) er algeng í sandfjörum kringum
Reykjavík og hefur auk þess fundizt í Ólafsvík. Scolelepis fuligi-
nosa (6. mynd) er auðþekktur á krókburstum aftari liða, sem eru
tvíyddir, en ekki þríyddir eins og á S. girardi. Önnur einkenni eru
stærð, lengd S. fuliginosa er um 50—60 mm, breidd 1.5—2 mm,
en S. girardi er oft yfir 100 mm á lengd og mun breiðari. Auk þess
er S. fuliginosa mjög dökkleitur á framenda en laxbleikur á aftur-
enda, en S. girardi er laxbleikur eða gulleitur að framan en grá-
grænn aftan til.
S. fuliginosa hefur fundizt í Norður-Kyrrahafi, Norður-Atlants-
hafi — norður í Norðursjó og í Miðjarðarhafi. Utbreiðslan er suðlæg-
ari en annarra orma, sem hér eru taldir, hann hefur fundizt við
Færeyjar, en hvorki við Grænland né Noreg. Hann finnst frá efstu
fjörumörkum og út á nokkur hundruð metra dýpi.
Um lífshætti er lítið vitað. Sviflirfur þessarar tegundar finnast
við Danmörku frá júní til desember, en mest í júlí og ágúst (Ras-
musen 1956).