Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 100
88
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
8. mynd. Chitinopoma groenlandica: a. pi'pa, b. loka, c. bursti af fremsta bursta-
bærum frambolslið. Eintak úr Kópavogi, 28. 3. 1971.
stórstraumsfjörumörk. Algeng. Lengd pípna mest um 10—20
mm, breidd um 0,5 mm.
2. Ósar við Hafnir, Gull., 12. april 1971. Klappir við neðstu
fjörumörk. Mörg eintök. A mosadýrasambýlum (Bryozoa) og
steinum.
Fdise Wesenberg-Lund (1951) getur þessarar tegundar (undir
nafninu Chitinopoma fabricii) frá íslandi með fyrirvara. Segir hún,
að í spjaldskrá um burstaorma í Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
höfn sé Jress getið, að nokkur eintök hafi fundizt á skel úr safni
Kristjáns konungs VIII og hafi skelinni verið safnað við ísland.
Lessi eintök séu þó ekki til lengur.
Chitinopoma groenlandica (8. mynd) minnir við fyrstu sýn á
smávaxinn Pomatoceros triqueter. Pípan er þrístrend, Jrykk, liðuð,
og áföst undirlaginu eftir endilöngu. Lokan er sérkennileg, hálf-
kúlulaga og hálfgagnsæ með Jtykkri kítínkenndri plötu yzt.
Útbreiðslan er norðlæg: Tegundin finnst á steinum og skeljum
neðarlega í fjöru og á grunnsævi við Grænland, Spitzbergen, Noreg,
Færeyjar, strönd Síbiríu og Kyrraliafsströnd Norður-Ameríku.