Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 101
NÁTTÚRUFRÆÐINGURLNN
89
/ mrn O. V mm
9 mynd. Spirorbis tridentatus: a. plpa, b. loka, séð að framan og á hlið. Eintök
úr Kópavogi, 28. 3. 1971 og af Seltjarnarnesi, 16. 3. 1963.
Spirorbis tridentatus (Levinsen) 1883
Fundarstaðir (1. mynd):
1. Snoppa, Seltjarnarnesi, 16. marz 1963 og 12. apríl 1972. Undir
steinum neðst í fjörunni. í þéttum samvöxnum hraukum.
Mörg eintök.
2. Kópavogur, 28. marz 1971. Við bryggju á Kársnesi, hrossa-
þarabelti. Algengur á öðu ásamt Chitinopoma groenlandica.
3. Gálgahraun, Garðahreppi, 31. marz 1972. Stórstraumsfjöru-
mörk.
4. Ósar við Hafnir, Gull., 12. apríl 1971. Á og í mosadýrasam-
býlum, neðst í grýttri fjöru. Mörg eintök.
5. Grindavík, 17. marz 1972. Grýtt fjara, við stórstraumsfjöru-
mörk. Mörg eintök. Óx í þéttum klösum, hver pípan ofan á
annarri.
Samkvæmt þessu er Spirorbis tridentatus allalgengur við neðstu
fjörumörk suðvestanlands. íslenzk eintök eru yfirleitt um 2 nnn í
þvermál „kuðungs“. Tegundin vex lielzt á steinum og skeljum,
fremur þétt saman, svo og á öðrum pípum sömu tegundar, þannig
að hún myndar gjarnan þétta klasa eða samfastar hrúgur.
Tegundir af ættkvíslinni Spirorbis eru margar torgreindar, og