Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 105
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93
1. mynd. Risaskjaldbaka (Testudo elephantopus).
gígum eða öðram dældum. Gróðurinn virðist berjast hér harðri bar-
áttu til að halda lífi. Algengustu plönturnar eru burknar og kaktusar og
blaðlausar eða blaðfáar runnategundir. Inni á eyjunum er gróðurinn
meiri og fjölbreyttari, en vantar þó alveg svip hitabeltisgróðursins.
Skóglendi er nokkurt, er kemur upp í 200—300 metra hæð yfir sjó, en
engin risatré eru sjáanleg né frumskógaflækjur, eins og sjá má á mcgin-
landi álfunnar á sama breiddarstigi. Það er aðallega vatnsskorturinn
ásamt svalari straumum lofts og lagar, sem setur svip sinn á gróður
eyjanna. Á láglendinu kcmur nær aldrei dropi úr lofti. Og það litla,
sem rignir í skógarbeltum hálendisins, hirðir gróðurinn til hinzta dropa.
Og það er sjaldgæft fyrirbæri að sjá lind eða læk. Allir sem til eyjanna
hafa komið kvarta yfir vatnsleysinu. Hefur þrengt svo að sumum
þeirra, að þeir hafa orðið að sjúga safa úr kaktusblöðum, til þess að
verða ekki örmagna. Árið 1906 strandaði t. d. skip við eyjamar og
urðu skipverjar fljótt vatnslausir. Neyddust þcir þá til að drekka skjald-
bökublóð, til að bjarga lífinu, því að vatnsdropa fundu þeir hvergi.
En hvað var það, sem seiddi menn til þessarra óvistlegu og einangr-
uðu eyja? Það kom sem sé snemma í ljós, að eyjamar voru hreinasta
gullkista fyrir þá menn, sem lögðu stund á náttúruvísindi.
Fyrsti vísindaleiðangurinn var gerður út þangað árið 1835. Einn af
þeim, sem tók þátt í þeirri rannsóknarför var hinn hcimskunni náttúru-
fræðingur Charles Darwin. Dvaldi hann á eyjunum í 5 vikur og rann-