Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 112
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
allt í einu land. Þeir voru komnir til óþekktra eyja. En skipverjar urðu
fyrir hræðilegum vonbrigðum er í land kom, því að hvergi var vatns-
dropi finnanlegur. Þeir sigldu til næstu eyjar, þar reyndu þeir að svala
sárasta þorstanum með því að sjúga safa úr kaktusstönglum. Að lokum
rákust þeir á vatn í gjótu nokkurri og nægði það þeim til að fylla
vatnstunnurnar í skipunum. í dagbók biskupsins segir, að einn mann-
anna hafi dáið úr þorsta, og var hann jarðsettur þar á eynni. Með
hátíðlegri viðhöfn helgaði svo biskupinn Spánverjum eyjamar. Hann
náði síðan til Perú heilu og höldnu. Thomas biskup getur í frásögn sinni
um furðuleg dýr, er hann sá á eyjunum. Hann segir, að fuglamir hafi
verið svo gæfir, að hægt var að taka þá með höndunum. Annars er
sumt í frásögn biskups heldur ýkjukennt og málað fullsterkum litum.
Hann kvað þar vera fljót, sem flyttu með sér gull og raf. Og gim-
steinar fyndust þar í ríkum mæli. Ekki varð þó mikið um ferðir þangað
næstu áratugina; samt komu spanskir sjófarendur þar endrum og eins.
Var eyjunum fljótlega gefið heiti og nefndar: Las Islas Encantadas eða
Töfraeyjarnar, af því að sumir skipstjórar héldu því fram, að eitthvað
dularfullt væri við þessar cyjar. Þær gætu flutt sig til eða horfið gersam-
lega af yfirborði sjávar. Þeir hefðu t.d. siglt aftur og fram um það svæði,
þar sem eyjarnar áttu að Hggja og einskis orðið varir. En eitthvað hafa
þeir verið skrítnir i kollinum, skipstjórarnir þeir, því að árið 1570 vora