Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 114
102
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
komnir yfir 2800 árið 1970. Auk þessa höfðu Bandaríkin þar allfjöl-
mennt setulið í síðustu heimsstyrjöld. Aðalútflutningur eyjaskeggja er nú
salt, brennisteinn, fiskur og eðluskinn. Allmargir lifa líka á akuryrkju,
þó að erfið sé vegna vatnsskortsins.
Áríð 1934 bannaði stjórnin í Ekvador veiði einlendra dýra á eyjunum,
svo sem á risaskjaldbökum og sæeðlum, en því banni var ekki hlýtt nema
að litlu leyti.
Þegar vísindaleiðangur á vegum alþjóðastofnunar neðansjávarrann-
sókna kom til eyjanna 1954, þótti honum ástandið ískyggilegt í þessum
efnum. Taldi formaður leiðangursins nauðsynlegt, að sett yrði upp
eftirlitsstöð á eyjunum til verndar hinum fágætu dýrategundum. Eftir
beiðni Ekvador-stjórnar tók UNESCO málið í sínar hendur og lét
senda menn til eyjanna til þess að athuga allar aðstæður og vita, hvort
unnt mundi vera að bjarga síðustu leifum þcirra dýra, sem fágætust
væru. Sendimennirnir ferðuðust um allar eyjamar og tóku mikið af
myndum bæði af jurtum og dýrum. Þeir fundu, sem betur fór, tölu-
vert af risaskjaldbökum, sæeðlum, loðselum og fleiri dýrategundum, sem
hætta var á að yrði útrýmt innan tíðar.
Þessar rannsóknir leiddu til þess, að árið 1964 var komið á fót líf-
fræðistofnun í eyjunum, og átti hún að koma í veg fyrir frekari eyðingu
en orðið var á stofnum hinna fágætari dýrategunda.
Vegna þess, hve erfitt er að ferðast um eyjamar, vantar enn mikið
á það, að þær séu rannsakaðar að fullu í náttúmfræðilegu tilliti. A
meðan svo er ástatt, hvílir alltaf yfir þeim einhver töfrablær — í hug-
um rnargra eru eyjamar enn þann dag í dag eins og heimur út af
fyrir sig — einhver furðuveröld, komin aftan úr grárri fomeskju.