Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 117
N ÁTT ÚRUF RÆÐÍNGURINN
105
0.‘D cm
1. mynd. Spongilla lacustris (L.) frá Skútustöðum. Svampgrind mcð spírandi
æxliknöppum.
anna 12—14 °C, rafleiðni 69—76, harka 1.8°dH og sýrustig
pH 7. Tjarnir þessar kynnu að vera eitthvað auðgaðar af nítrötum frá
byggðinni í grennd. Staðirnir þar sem æxliknapparnir fundust í Mý-
vatni voru næringarríkir. Blágrænþörungar af ættkvíslinni Anabaena
voru þama í miklu magni, leiðni Kis að mestu 120—200, harka um
3°dH, sýrustig pH 8—10 og reaktíft sílikat (Unnsteinn Stefánsson
1970) 200 mg/1, um 1 mg NOs—N og 0.2 mg PO„—P/l. Vatnið
var yfirmettað súrefni. Meðalhiti þess er sennilega um 13°C yfir sum-
armánuðina, en hitastigið er mjög breytilegt mill staða. Eyjatjarnir
milli Grímsstaða og Ytri-Neslanda eru tærar, Ki8 60, l.l°dH, pH 6.2
Sama er að segja um Hrauneyjartjarnir í Vindbelgjaskógi, þær em
einnig tærar, Kis 80, 2°dH, pH 6.8.
Tegundin er mjög alhæf (eurök). Hana er að finna í pollum, skurð-
um, rennandi vatni, næringarríkum stöðuvötnum jafnt gruggugum sem
tæmm. Ennfremur þrífst hún vel í lítið eitt menguðu vatni og jafnvel
hálfsöltum sjó, t. d. við Rostock, Randesfjörð og í Finnskaflóa. Hún
er þó ekki í mjög súrum mýravötnum. Enda þótt hún þurfi silikat til
myndunar grindar, þrifst hún, andstætt ýmsum öðrum vatnasvömpum,