Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 127
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
Til að skilja líkamsbyggingu morkilsins, er bezt að hugsa sér, að
askhirzla a£ venjulegri gerð hveldist upp í miðjunni, svo að keila
myndist, og stilkur vaxi niður úr keilunni. Að lokum verði til fell-
ingar og rifgarðar við útþenslu eða yfirborðsaukningu askbeðsins.
Allt hið krypplaða yfirborð keilunnar, að undanskildum brúnum
hæstu hryggjanna, er myndað af askbeðnum, og þeytast gróin því út
frá öllu yfirborði hennar jafnóðum og þau þroskast. Bæði stilkurinn
og keilan eru hol að innan.
Ekki verður neitt ráðið um útbreiðslu morkilsins af þessum fyrsta
fundi, því ekki hefur verið litið nægilega eftir sveppum á vorin. Gæti
hann því verið nokkuð útbreiddur, þótt ekki sé um það vitað. Ef ein-
hver skyldi þekkja kauða af meðfylgjandi mynd, og vita um fleiri
vaxtarstaði hans, væri vel þegið að fá upplýsingar um það til Nátt-
úrugripasafnsins á Akureyri.
HEIMILDARIT - REFERENCES
Christiansen, M. P. 1941. Studies in tlie larger fungi of Iceland. Bot. Icel. III, 2.
Hallgrimsson, Helgi 1968. íslenzkir linyðlusveppir. Flóra 6: 27—39.
Larsen, Paul 1932. Fungi of Iceland. Bot. Icel. II, 3.
Rostrut). E. 1885. Islands Svampe. Bot. Tidsskr. 4: 218—229.
— 1903. Islands Svampe. Bot. Tidsskr. 25: 281—335.
SUMMARY
The ascomycet Morchella conica Pers. in Iceland
by
Hörður Kristinsson
Museum of Natural History, Akureyri
Morchella conica Pers. is reported from Sölvadalur Valley, Eyjafjörður Dis-
trict, Northern Iceland. It was collected in May 1972 in a grassy slope in
Núpárgil, a ravine where some shrubs of Betula pubescens Ehrh. have survived
in a otherwise unforested area. No species of the genus Morchella were known
from Iceland before.