Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 128
116
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Arnþór Garðarsson:
Skýrsla um Hið ísl. náttúrufræðifélag 1972
Félagsmenn
Á árinu lézt Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, sem gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum fyrir Hið íslenzka náttúrufræðifélag og var m. a. for-
maður félagsins á árunum 1960—1963 og ritstjóri Náttúrufræðingsins 1947—
1949. Einn kjörfélagi lézt, Helgi Jónasson bóndi og grasafræðingur á Gvendar-
stöðum.
Alls gengu 106 nýir félagar í félagið á árinu, en úr því hurfu 46. í árslok
var tala skráðra félaga því sem hér segir: Heiðursfélagar 2, kjörfélagar 3, ævi-
félagar 59, ársfélagar 1368, ársfélagar og áskrifendur erlendis 45. Félagar eru
því alls 1477, en auk þess kaupa unt 50 stofnanir og félög Náttúrufræðinginn.
Stjóm og aðrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Arnþór Garðarsson, Ph. D., formaður, Kristján Sæmundsson,
dr. rer. nat., varaformaður, Tómás Helgason ritari, Ingólfur Einarsson, verzl-
unarmaður, gjaldkeri, og Sigfús A. Schopka, dr. rer. nat., meðstjórnandi.
Varamenn í stjórn: Einar B. Pálsson, dipl. ing., og Ólafur B. Guðmunds-
son, lyfjafræðingur.
Endurskoðendur: Eiríkur Einarsson, verzlunarmaður, og Magnús Sveinsson,
kennari. Varaendurskoðandi: Gestur Guðfinnsson, blaðamaður.
Ritstjóri Náttúrufraðingsins: Sigfús A. Schopka, dr. rer. nat.
Afgreiðslumaður Náttúrufrœðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali, Laugavegi 8.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Reynir Bjarnason, menntaskóla-
kennari, Ingólfur Davíðsson, mag. scient., Ingólfur Einarsson, verzlunarmaður,
tilnefndur af stjórn félagsins til bráðabirgða. — Til vara: Ingimar Óskarsson,
náttúrufræðingur, og Sigurður Pétursson, dr. phil.
Aöalfundur
Aðalfundur fyrir árið 1972 var haldinn í I. kennslustofu Háskólans laugar-
daginn 16. febrúar 1973. Fundinn sóttu 22 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn
Þorleifur Einarsson og fundarritari Leifur Símonarson.
Formaður flutti síðan skýrslu um störf félagsins á árinu. Gjaldkeri las upp
reikninga félagsins og sjóða þeirra, sem í vörzlu þess eru. Þessu næst var gengið
til stjórnarkjörs. Úr stjórn skyldu ganga þeir Kristján Sæmundsson og Sigfús A.
Schopka, og baðst hinn síðarnefndi undan endurkosningu. í stjórn voru kjörnir
Kristján Sæmundsson (endurkjörinn) og Sólmundur Einarsson. í varastjórn
voru endurkjörnir þeir Einar B. Pálsson og Ólafur B. Guðmundsson. Endur-