Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 136
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
LÖG Hins íslenzka náttúrufræðifélags
1. gr. Félagið heitir Hið íslenzka náttúrufræðifélag. Heimili þess og varnar-
þing er í Reykjavík.
2. gr. Tilgangur félagsins er að efla íslenzk náttúruvísindi, glæða áhuga og
auka þekkingu manna á öllu, er snertir náttúrufræði.
3. gr. Þessum tilgangi leitast félagið við að ná með því:
a. Að stuðla að vexti og viðgangi Náttúrugripasafnsins.
b. Að beita sér fyrir því, að haldnir séu fræðandi fyrirlestrar um náttúru-
fræðileg efni og farnar séu ferðir til náttúruskoðunar.
c. Að gangast fyrir útgáfu náttúrufræðilegra rita.
d. Að vinna að eflingu náttúruverndar.
4. gr. Félagar geta allir orðið, hvort sem er hér á landi eða erlendis, með
þeim skilyrðum, er liér greinir:
a. Ársfélagar, þeir, sem greiða árlegt félagsgjald.
b. Heiðursfélagar og kjörfélagar, þeir, sem kjörnir eru á aðalfundi eftir til-
lögum stjórnarinnar.
Árgjald og breytingar á j)ví er ákveðið á aðalfundi.
5. gr. Félagsgjald sitt skal hver nýr félagsmaður greiða við inngöngu í fé-
lagið. Annars skal árgjaldið greitt fyrir lok marzmánaðar ár hvert.
6. gr. Fimm manna stjórn sér um framkvæmdir félagsins og annast öll mál-
efni jress. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára i senn. Formaður er
kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Annað
árið ganga úr stjórninni formaður og tveir aðrir stjórnarmenn, en hitt árið
tveir stjórnarmenn. Kosnir eru tveir varamenn i stjórnina árlega, til eins árs.
7. gr. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans
vera sem hér segir:
a. Skýrt frá helztu framkvæmdum á liðna árinu.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Kosin stjórn og tveir endurskoðendur reikninga með skriflegri kosningu.
Auk j)ess séu kosnir tveir varamenn í stjórn og einn varaendurskoðandi.
d. Önnur mál.
Aðalfund skal boða bréflega með hæfilegum fyrirvara j)cim félagsmönnum,
sem búa í Reykjavík og nágrenni. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til
hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum
öðrum en jteiin, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi,
þurfa þær að vera samjíykktar með minnst % liluta atkvæða. Þó má hvorki
breyta ákvæðum 2. gr. né 10. gr.
8. gr. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis.
I honum skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins og félagatal
fimmta hvert ár.
9. gr. Þeir, sem gerzt hafa ævifélagar fyrir aðalfund 1969, geta eftir eigin vali
fengið árgang Náttúrufræðingsins fyrir % árgjalds, eða sérprentun af skýrslu
félagsins ókeypis.
10. gr. Hætti félagið störfum, skulu eignir jmss renna til Náttúrufræðistofn-
unar íslands (Náttúrugripasafnsins).