Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 18
1. mynd. Yfirlit yí'ir tilraunasvæðið í Vakalág í júní 1991. A view of tlie experimental site
at Vakalág in June 1991. Ljósm. photo Sigurður H. Magnússon.
áburöargjafar á spírun birkifræs og
vöxt ungra birkiplantna. Við þessar
rannsóknir kom í ljós að töluverður
munur virtist vera á stærð og þroska
birkiplantna eftir því hversu nálægt
víði þær voru. Á blettum umhverfis
víði virtust birkiplöntur vera mun
stærri og þroskameiri en annars stað-
ar. Við víðiplöntur voru hattsveppir
einnig mjög áberandi og fljótlega
vaknaði grunur um að samband væri á
milli sveppanna og þroska birkisins.
Talið er að svepprótarmyndun á birki
hafi mikla þýðingu fyrir landnám
þess, einkum í næringarsnauðu um-
hverfi (Shaw 1974, Miles og Kinnaird
1979), og bent hefur verið á að góður
vöxtur hjá birkitegundum er yfirleitt
háður svepprótarmyndun snemma á
lífsferlinum (Miles og Kinnaird 1979).
Til þess að kanna betur hugsanlegt
samhengi á milli stærðar birkiplantna
og fjarlægðar frá víði var eitt tilrauna-
svæðanna, Vakalág, valið til frekari
rannsókna. Notaðar voru niðurstöður
úr þeim tilraunum sem þar höfðu far-
ið fram en einnig voru gerðar ýmsar
viðbótarmælingar. Auk þess voru
nokkrar athuganir gerðar á hattsvepp-
um sem fundust við víðiplöntur. Hér á
eftir verður gerð grein fyrir niður-
stöðum þessara rannsókna.
STAÐHÆTTIR OG AÐFERÐIR
Tilraunasvæðið er á hálfgrónum
mel, um 6 km suðsuðvestur af Gunn-
arsholti, í svokallaðri Vakalág (1.
mynd). Melurinn er fremur fínkorna
og liggur í um 45 m hæð yfir sjó. Jarð-
vegur er dálítið moldarblandinn en
allþéttur og eru stærstu steinar á yfir-
borði 3-4 cm í þvermál. Yfirborð er
slétt og hallar örlítið til vesturs. Heild-
argróðurþekja var um 20% við upphaf
tilraunar. Ríkjandi tegundir á meln-
um, taldar upp eftir minnkandi vægi í
þekju, voru: melagambri (Racomitr-
ium ericoides) (íslenskt heiti mosans
samkvæmt tillögum Bergþórs Jó-
hannssonar, munnlegar upplýsingar),
96