Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 47
2. mynd. Niðurstöður testósterónmælinga í blóði 319 langreyðartarfa. Á lárétta ásnum
eru dagar veiðitímabilsins frá 1. júní og fram í september. Á lóðrétta ásinn er settur vax-
andi blóðstyrkur (nmól/1) testósteróns og hefur niðurstöðum verið breytt í logaritma
með grunntöluna 10. Styrkurinn hækkar marktækt eftir því sem líður á veiðitímabilið.
Blood testosterone levels in 319 male finwhales during the summer whaling season.
á sýnum frá 718 dýrum, 319 karldýrum
(törfum) og 399 kvendýrum (kúm).
Bæði hormónin voru mæld með
geisla- og ónæmisaðferðum (radioim-
munoassays). Notuð voru mjög sér-
tæk mótefni sem mynduð höfðu verið
í kanínum (Matthías Kjeld 1974,
Matthías Kjeld, Puah og Joplin 1977).
Með þessum aðferðum má mæla efni í
magni sem nemur nokkrum píkó-
grömmum (10-12 grömm) í millilítra
sýnis, en niðurstöður eru hér gefnar
UPP sem nanómól (einingin er sam-
eindarþungi efnisins í nanógrömmum
' g)) í lítra og eru greiningarmörk-
m þá um 0,1 nmol/1.
Aldur dýranna var metinn með
talningu vaxtarlaga í eyrnamerg þeirra
(Purves 1955, Lockyer 1984).
NIÐURSTÖÐUR
2. mynd sýnir hvernig styrkur (um-
reiknaður í lógaritma) karlhormónsins
testósteróns í blóði 319 tarfa dreifðist
yfir veiðitímann. Það er auðsæ og töl-
fræðilega marktæk aukning á styrkn-
um frá byrjun og til loka veiðitíma-
bilsins (júní-sept.). Jafna fylgnilínu er
y = 0,0088x-0,3835; samræmisstuðull
(r) = 0,2877; p < 0,001. Samkvæmt
fylgnilínu var meðalstyrkurinn 0,4
(log 0,4 = -0,3979) nmól/1 í byrjun
júní en hefur hækkað upp í 1,71 (Iog
1,71 = 0,2329) nmól/1 þ. 10. ágúst.
Meðalstyrkur testósteróns fyrir allt
tímabilið er 2,01 en breytileiki er mik-
ill og staðalfrávik er ±3,79 nmól/1.
Dreifing styrksins í törfunum gefur til
kynna tvo hópa (populations). Ann-
ars vegar 40 tarfar með 0,1 nmól/1 eða
minna; hins vegar 279 tarfar með
styrk frá 0,2-40 nmól/1. Af törfunum
40 með lágan styrk voru 34 14 ára
gamlir eða yngri og sýndi aldursdreif-
125