Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 25
ar á melum hafi áhrif á jarðveginn í næsta nágrenni sínu, t.d. með lauffalli sem bæti næringarástand jarðvegins. I Vakalág var ekki hægt að merkja að einstaklingar annarra plöntutegunda en birkis væru áberandi stórir og þroskalegir í nánd við víðinn. Bendir það til að næringarástand jarðvegsins hafi ekki verið miklu betra við víði en annars staðar og því ólíklegt að meiri vöxtur birkis við víði verði eingöngu skýrður með betri jarðvegsskilyrðum. Líklegt er að skýringar á góðum vexti ungra birkiplantna í nánd við víði sé að leita í svepprótarsmiti, þótt ekki verði það fullyrt út frá niður- stöðum þessarar tilraunar. Sennilegt er að þær birkiplöntur sem eru nálægt víði smitist tiltölulega fljótt af svepp- rót víðisins og það nýtist þeim til meiri vaxtar í samanburði við birki sem vex fjarri rótum víðis. Margar birkitegundir mynda svo- kallaða ytri svepprót (ectomycorr- hiza) (Harley og Smith 1983, Harley og Harley 1987) en þá myndar svepp- urinn hylki eða kápu um hluta rótar- innar (Helgi Hallgrímsson 1962). Vit- að er að birki getur myndað svepprót með ýmsum tegundum sveppa líkt og margar aðrar trjátegundir (t.d. Ingle- by o.fl. 1990). Áhrif svepprótar á plöntur hafa verið mikið rannsökuð og komið hefur í ljós að plöntur með svepprót eru yfirleitt stærri, hafa meira rótarkerfi (Harley og Smith 1983) og eru þurrkþolnari en ósmitað- ar plöntur (Bidwell 1979). Sveppirnir eru taldir gera sambýlisplöntum sín- um kleift að nýta betur ýmis næringar- efni sem eru af skornum skammti í jarðvegi, svo sem fosfór og köfnunar- efni (t.d. Hacskaylo 1983), en talið er að frá plöntunum fái þeir í staðinn megnið af því kolefni senr þeir þurfa (Harley og Smith 1983). Lengi var álitið að þau steinefni sem plönturnar fá við sambýlið skýrðu aukinn vöxt þeirra, en nú er ljóst að frá sveppun- um fá plönturnar einnig vaxtarþætti, svo sem áxín og cytokínín. Hugsanlegt er að heilbrigt útlit smitaðra plantna og aukið þurrkþol stafi að einhverju leyti af aukningu á þessum vaxtarþátt- um í plöntunni (Bidwell 1979). Islenskur melajarðvegur er yfirleitt grófur og snauður að næringarefnum, einkum köfnunarefni (Elín Gunn- laugsdóttir 1985, Ólafur Arnalds og Friðrik Pálmason 1986) og fosfór (Elín Gunnljiugsdóttir 1985), og inniheldur lítiðt af lífrænum efnum (Ólafur Arn- alds'o.fl. 1987). Vatnsheldni er lítil og hætta er á ofþornun í yfirborði. Gera má ráð fyrir að við slíkar aðstæður hafi svepprót mikla þýðingu fyrir vöxt plantna. Sýnt hefur verið fram á að áburðargjöf hefur í flestum tilfellum neikvæð áhrif á myndun svepprótar (Newton og Pigott 1991, Dumbroff 1968) og yfirleitt er um öfugt samband á milli svepprótarmyndunar og frjó- semi jarðvegs að ræða (Read o.fl. 1985). Dæmi eru þó um að svepprót- armyndun aukist við áburðargjöf (Newton og Pigott 1991). í Vakalág voru vaxtaráhrif við víðiplöntur mjög greinileg í ábornum reitum engu síður en í reitum sem ekki var borið á. Eins og fram hefur komið var lakk- sveppur algengasta sveppategundin sem fannst við víðiplöntur í Vakalág og á Vakhól (6. mynd). Lakksveppur er ein algengasta sveppategund lands- ins og jafnframt eina tegund þessarar ættkvíslar sem vex hér á landi, en hún hefur fundist í margs konar gróður- lendi frá láglendi til háfjalla (Helgi Hallgrímsson, 1979). Aðrir sveppir voru kögursveppir, dýhettur, fölva- sveppir, hærusveppir og mópeðla. Hvort einhverjir þessara sveppa hafa myndað sambýli með víðinum og/eða með birkinu í Vakalág verður ekki 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.