Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 33
Hreinn Haraldsson
Jarðgöng og jarðfræði
í Ólafsfjarðarmúla
FORSAGA
Veturinn 1980-81 óskaði samgöngu-
ráðuneytið eftir því við Vegagerð rík-
isins að hún léti gera áætlun um fram-
kvæmdir til að draga sem mest úr
hættu fyrir vegfarendur á hinum svo-
nefndu Ó-vegum. Það samheiti var
notað um vegina um Ólafsvíkurenni,
Óshlíð og Ólafsfjarðarmúla, en þeir
fóru allir um skriður og kletta og lágu
undir áföllum vegna snjóflóða, skriðu-
falla og grjóthruns. Þó að þessir vegir
hafi þannig verið settir undir einn
hatt, voru aðstæður nokkuð breytileg-
ar. Vegir um Ólafsvíkurenni og Ós-
hlíð liggja lágt og snjóþyngsli á þeim
ekki ýkja mikil en slysatíðnin var há.
Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla var
opnaður fyrir umferð árið 1965 en
fram til þess tíma hafði einungis verið
bílvegur til Ólafsfjarðar um Lágheiði
úr Fljótum. Ólafsfjarðarmúli, eða
Múlinn eins og hann er gjarnan nefnd-
ur í daglegu tali, eða Vámúli eins og
hann hét til forna, er fjallsrani sem
gengur fram í sjó milli Ólafsfjarðar og
Eyjafjarðar. Hann er víðast mjög
sæbrattur og á löngum köflum er 100-
200 metra þverhnípi upp af fjörunni.
Vegurinn um Múlann liggur á löngum
kafla á syllu í bjarginu, hæst í um 260
m yfir sjó, og er þar lóðrétt bjarg nið-
ur í fjöru (1. mynd). Vegurinn var að
jafnaði lokaður rúmlega einn mánuð á
ári af völdum snjóa, og eru þá einung-
is taldir með heilir dagar. Við þetta
bættist álíka langur tími með lokun
hluta úr degi vegna snjóa, snjóflóða
eða grjóthruns. Slysatíðni var nálægt
meðallagi miðað við aðra þjóðvegi, en
í því sambandi ber að hafa í huga að
vegurinn var oft lokaður af snjó þegar
hætta var mest.
Árið 1981 gerði Vegagerð ríkisins
áætlun um hvernig draga mætti sem
mest úr hættu fyrir vegfarendur. Þrjár
lausnir voru athugaðar. Þær voru veg-
ur um Drangsskarð, en það er skarð á
milli Karlsárdals og Bustarbrekkudals
þar sem fyrrum var ein af þjóðleiðum
ferðamanna milli Ólafsfjarðar og
sveita Eyjafjarðar, vegþekjur yfir
hættulega staði á veginum í Ólafs-
fjarðarmúla, og jarðgöng. Niðurstað-
an varð sú að með tilliti til kostnaðar
og öryggis vegfarenda var mælt með
gerð jarðganga gegnum Múlann.
í upphafi var athugaður kostnaður
við ýmsar jarðgangaleiðir, allt frá 1,6
til 4,2 km að lengd. Eftir fyrstu athug-
anir varð þó ljóst að ekki var unnt að
leysa vandann að neinu gagni með
styttri göngum en 2,5 km. Göng sem
væru um eða yfir 4 km yrðu óhóflega
dýr miðað við ávinninginn og var því
stefnt að 2,5-3,5 km löngum göngum.
Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 111-120, 1992.
111