Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 52
bara eitt hvítbú, þ.e.a.s. þær kýr sem hafa aðeins einu sinni haft egglos og eru því kelfdar frumbyrjur eða eins kálfs mæður, sem hafa kelfst 1 til 1,5 árum áður. Þau fundu að mestu tíðni frumbyrja var að finna hjá dýrum sem voru 9-10 ára gömul, eða m.ö.o. að algengasti kynþroskaaldur kúnna sé um 8-10 ár. Þetta kemur vel heim og saman við okkar niðurstöður, en eftir 7. til 8. aldursárið fer þeim kúm ört fækkandi sem höfðu mjög lágt pró- gesterón (=S0,1 nmól/1). Við könnuðum hvort hlutfall kelfdra kúa helst stöðugt yfir veiði- tímabilið. 5. mynd sýnir að svo er ekki og minnkar hundraðshluti (%) kelfdra kúa úr tæpum 60% í byrjun júní niður í 25% í byrjun ágústmánað- ar. Ekki er nein einhlít skýring á þess- ari hlutfallslegu fækkun kelfdra kúa yfir sumarið, en mismunandi farhegð- un (migratory behaviour) þungaðra og óþungaðra kúa gæti t.d. skýrt þetta. Lockyer og Jóhann Sigurjóns- son (1991) hafa fundið að stórum fóstrum fjölgar yfir veiðitímabilið en meðalstórum og smáum fækkar. Þetta bendir til að aðalfengitíma ljúki áður en veiðar hefjast í byrjun sumars. Með því að telja hvítbú og gulbú í eggjastokkum kúnna má finna hversu oft þær hafa orðið þungaðar á ævinni. Lockyer og Jóhann Sigurjónsson (1990 og 1991) hafa gert þetta og kom- ist að þeirri niðurstöðu að kýrnar hafi egglos á 1,3 ára fresti. Ef gert er ráð fyrir að æxlunin (kelfingin) ein leiði til merkjanlegs gulbús og hvítbús og að meðalaldur kúa í hvalastofninum sé svipaður og í þeim kúm sem veiðast, vantar ekki annað en heildarfjölda dýra í stofninum til að geta sagt fyrir um hve margar nýjar langreyðar fæð- ast í honum á ári hverju. Um hvalastofna vantar frekari vitn- eskju, t.d. hvernig hvalir ferðast og halda saman í höfunum. Hver eru tengsl langreyða þeirra sem til ísland- sála leita við langreyðar annars staðar í Norður-Atlantshafi? Þær erfða- markarannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að langreyðar sem veiðast við Island séu af einum stofni, sem hafi undirskipulag hjarða (Anna K. Daníelsdóttir o.fl. 1991, Alfreð Árnason o.fl. 1991). Merkingar hvala með senditækjum gætu varpað ljósi á ferðir þeirra í höfunum yfir árið (Watkins o.ll. 1984). Allar rannsóknir í þessa átt gætu skýrt frekar ýmsar þær niðurstöður sem hér er greint frá. Það er Ijóst að mælingar á kyn- hormónum í blóði langreyða er gagn- legt tæki við athuganir á ástandi þeirra sem lýtur að æxlun (repro- duction), eins og t.d. hlutfalli þung- aðra kúa eða kynþroska. Frekari úr- vinnslu á niðurstöðum er þó þörf, t.d. samanburðar á hormónastyrk í blóði og líffræðilegum mælingum, svo sem á stærð og ástandi kynkirtla, mjólkur- kirtla o.fl. Er ráðgert að þessari vinnu Ijúki innan tíðar, svo að fyllri mynd af æxlunarástandi og kynhegðun lang- reyða við ísland liggi fyrir sem fyrst. ÞAKKIR Við viljum þakka Hvali h/f fyrir styrki til þessa verkefnis og sjómönnum á hval- bátunum og starfsmönnum í hvalstöð Hvals h/f fyrir töku og varðveislu sýna. Starfsfólki á Hafrannsóknastofnuninni er þökkuð margvísleg aðstoð. HEIMILDIR Alfreð Árnason, R. Spilliaert, Anna K. Daníelsdóttir, Jóhann H. Sigurðsson, Sif Jónsdóttir, Ástríður Pálsdóttir, E.J. Duke, P. Joyce, V. Groves & J. Trowsdale 1991. Review of protein and DNA marker studies in relation to stock identity of North Atlantic fin whales (Balaenoptera physalus). Re- 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.