Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 62
AÐ LEIÐARLOKUM Langt er um liðið. Að mestu duftkenndar leifar lambgimbrar þessarar liggja djúpt í nafnlausum helli (tillaga: Aldurtiii) sem nýlega fannst á Reykjanes- skaga. Tæpa 300 m inni í hellinum, nokkra metra frá yfirborði, bar hún beinin. Hvað er langt síðan? Gimbrarleg er hún en gæti hafa verið eldri. Hvers vegna dó hún? Hvað var hún að gera? Allt þetta sótti mjög á hug 12 ára drengs, er við mældum hellinn, alls um 630 m langan, og lengi síðan. Beinaleifarnar á myndinni virðast mun fornlegri en leifar kindabeina í Hall- mundarhelli sem áreiðanlega eru 200 ára eða eldri og líkjast jafnvel meir í útliti leifum stórgripabeina í Surtshelli frá 10. öld. Athyglisvert er að hold og húð eru gersamlega „gufuð upp“, mjaðmargrind, hauskúpa og leggir eru nokkuð heil- leg, smærri bein eru duftkennd. Hellir sá er hér um ræðir er að því leiti sérstak- ur að eftir landnám hefur hann lokast af yngra hrauni sem runnið hefur ofan í hann um niðurföll til beggja enda. Beinaleifarnar eru um 30 metra frá öðru þessara niðurfalla og gæti gimbrin hafa farið þar um og verið að flýja hraun- rennslið. Sé þetta rétt eru leifarnar frá landnámsöld, varla geta þær verið yngri en 300-400 ára. Hvergi í íslenskum hraunhellum hafa fundist beinaleifar svo langt frá opi sem hér. bað er með ólíkidum að gimbrin hafi komist alla þessa leið, en um nokkuð torleiði er að fara. Mælir þetta frekar með kenningunni um landnámsöld. Aldursgreining er fyrirhuguð og verða niðurstöður birtar í Nátt- úrufræðingnum. Höfundur telur að sinni ekki rétt að geta staðsetningar hellis- ins. Bæði eru í honum þessar einstöku beinaleifar og eins nokkuð af viðkvæm- um hraunmyndunum. Það hefur því miður sýnt sig, að við almenna umferð fólks hverfur slíkt úr hellum eins og dögg fyrir sólu. Ljósm. Arni B. Stefánsson Arni 15. Stefánsson Náttúrufræöingurinn 61 (2), bls. 140, 1992. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.