Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 15
Ævar Petersen Þráðskeggur, ný fisktegund á Islandsmiðum Eitt af hlutverkum Náttúrufræði- stofnunar íslands er að halda til haga upplýsingum um nýjungar í dýraríki landsins. Það felst meðal annars í því að varðveita eins fjölbreytt safn af nátt- úrugripum og unnt er og skrá margvís- legar athuganir. Þessi gögn nýtast svo bæði lil rannsókna og sýninga. Stöðugt bætast nýir gripir í safn stofnunarinnar og við og við berast safninu dýr sem hefur aldrei áður ver- ið getið hérlendis. Árið 1991 sendi Ari Guðjónsson, eins og svo oft áður, Náttúrufræðistofnun marga torkenni- lega fiska af ýmsum tegundum. Flesta var unnt að greina til tegundar nokk- uð auðveldlega en tveir reyndust tor- veldari viðfangs, báðir af sömu teg- und. Þeirra er ekki getið í annars ágætri fiskabók Gunnars Jónssonar (1983) og því þurfti að leita til er- lendra rita. Eftir nokkra skoðun kom í ljós að fiskarnir tilheyrðu tegundinni Melanostomias bartonbeani Parr, 1927, sem Gunnar hefur gefið nafnið þráðskeggur. Fiskarnir veiddust á um 280 faðma (512 m) dýpi 22. október 1991, djúpt út af Berufirði á Austurlandi. Staður- inn er 64°00’N og 12°30’V, sem er á ís- lands-Færeyjahryggnum, milli Rósa- garðsins og Hvalbaksgrunns. Veiði- skip var Sunnutindur SU 59. Fiskarnir eru um 28 cm og 25 crn á lengd og með þeim stærstu sem fundist hafa af þessarri tegund (Gibbs 1984). Þráðskeggur er dæmigerður djúp- sjávarfiskur í útliti, svartur á skinn (og roðlaus), með misstórar, ógnvekjandi tennur og Ijósfæri víða um búkinn (1. mynd). Ljósfærin liggja í tveimur sam- hliða röðum eftir búknum endilöng- um og á hausnum eru einnig blettir sem gefa frá sér Ijós. Allar tegundir ættarinnar eru með hökuþráð sem er ákaflega mismunandi að gerð. Hann er eitt af þýðingarmestu einkennum við greiningu fiskanna til tegundar. Heiti ættarinnar sem fiskarnir heyra til, Melanostomiidae, er dregið af ættkvíslarnafni þráðskeggs. Ættin skiptist annars í fimmtán ættkvíslir, en þar af eru ellefu með um 30 tegund- um í Norðaustur-Atlantshafi norðan Kanaríeyja (Gibbs 1984). Þetta eru allt djúpsjávarfiskar, sem halda sig vanalega neðan við 500 m dýpi á dag- inn en færa sig ofar í sjónum á nótt- unni, allt upp undir yfirborð. Yfirleitt er lítið vitað um lifnaðarhætti þessara fiska, en flestar tegundir munu lifa á tiltölulega stórum fiskum, sumar á krabbadýrum. Tvær tegundir ættar- innar aðrar en þráðskeggur hafa fund- ist við Island, kolskeggur Trigono- lampa miriceps Regan & Trewavas, 1930 og klumbuskeggur Chirostomias pliopterus Regan & Trewavas, 1930 (Gunnar Jónsson, munnl. uppl.). í austanverðu Norður-Átlantshafi lifa flestar tegundirnar frekar sunnar- lega, undan Afríkuströndum og allt norður til Iberíuskaga, einstaka teg- undir norður undir Bretlandseyjar. Utbreiðsla tegundanna kann að reyn- ast víðtækari en nú er þekkt vegna Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 93-94, 1992. 93

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.