Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 20
Þvermál blaðkrónu víðis, cm
Crown diameter of willow plants cm
2. mynd. Stærðardreifing víðitegunda í
Vakalág haustið 1990. Stærð er mæld sem
mesta þvermál blaðkrónu. Tlie size distri-
bution of the willow species (Salix) found
in Vakalág in the fall of 1990. Size is meas-
ured as the maximum diameter of the aerial
parts of the plant.
greindar (tveir aldurshópar: frá 1989
eða 1990), merktar, stærð þeirra mæld
og staðsetning skráð á sama hátt og
gert hafði verið í öðrum smáreitum.
ÚTREIKNINGAR
Mesta þvermál ofanjarðarhluta
víðiplantna var notað sem mælikvarði
á stærð, en há fylgni (r=0,95) fannst á
milli mesta þvermáls víðis og þver-
máls hornrétt þar á. Fyrir hverja
birkiplöntu var reiknuð út minnsta
fjarlægð til næsta víðis og var þá mið-
að við víðiplöntur sem voru 4 cm í
þvermál eða stærri.
Til þess að bera saman stærð birki-
plantna eftir fjarlægð frá víði var þeim
skipt upp í 3 flokka. Eftirfarandi
skipting var notuð: 0-65 cm, 66-130
cm og yfir 130 cm fjarlægð. Samband
stærðar og fjarlægðar var kannað með
stikalausu prófi, Kruskal-Wallis prófi
eða Mann Whitney U-prófi (Sokal og
Rohlf 1981). Gögnum úr öllum blokk-
um var slegið saman, en samanburður
gerður á þeim plöntum sem fengið
höfðu sömu meðferð. Væri fjöldi í
hverjum flokki minni en 5 voru flokk-
ar sameinaðir þannig að plöntum sem
voru lengra frá víði en 65 cm var sleg-
ið saman og samanburður gerður á
þeim og plöntum sem næstar voru víði
(0-65 cm). Þessir útreikningar voru
notaðir á þær birkiplöntur sem spírað
höfðu sumarið 1989 og voru því á
öðru ári og á plöntur sem spírað
höfðu sumarið 1990 og voru á fyrsta
ári þegar mælingar á stærð fóru fram.
NIÐURSTÖÐUR
Á melnum í Vakalág voru fjórar
víðitegundir (2. nrynd). Mest var af
grávíði og grasvíði, en örfáar plöntur
voru einnig af loðvíði (Salix lanata) og
gulvíði (Sali.x phylicifolia). Þvermál
víðiplantna var frá 1 cm upp í 65 cm.
Ekki reyndist vera marktækur munur
á þvermáli víðis eftir tegundum (fer-
vikagreining á logm vörpuð gildi, p =
0,82). Að meðaltali var þvermál víði-
plantna 16 cm. Víðiplönturnar voru
allar fremur lágvaxnar. Hæð grasvíð-
is, sem er rnjög lágvaxin tegund, var
aðeins frá 1-2 cm. Plöntur af hinum
tegundunum voru flestar nokkru
hærri, þ.e. á bilinu 1-11 cm.
SAMBAND STÆRÐAR BIRKIS
OG FJARLÆGÐAR FRÁ VÍÐI
Birkiplöntur á öðru ári
Mælingar á rúmlega ársgömlum
plöntum sýndu að greinilegt samband
var á milli stærðar þeirra og fjarlægðar
frá víði. I öllum tilraunaliðum þar sem
samanburður var mögulegur kom
fram marktækur munur á stærð birkis
eftir fjarlægð frá næsta víði (3. inynd).
Lítill munur var hins vegar á stærð
plantna sem voru lengra frá víði en 65
cm. Stærstar voru birkiplönturnar á
98