Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 36
Sjávarbjörg girða fjallið að neðan-
verðu næstum óslitið út með firðinum
frá Ólafsfjarðarkaupstað út fyrir Flag
og Eyjafjarðarmegin inn að Míginds-
bót. Er aðeins hægt að komast niður
að sjó á örfáum stöðum úr fjallinu.
Hamrarnir eru hæstir framan í Múlan-
um, neðan við Planið þar sem vegur-
inn liggur hæst. Er þar um 260 m
þverhnípi.
Fast upp við Planið Ólafsfjarðar-
megin var einhver illræmdasti farar-
tálminn fyrir göngumenn í Múlanum
áður en vegurinn kom. Þar skerst
berggangur upp í gegnum jarðlaga-
staflann og myndar gilskoru sem mjög
erfitt er að fóta sig í. Litlu neðar end-
ar skoran í 200 m hengiflugi og undir
er stórgrýtt fjaran. Staðurinn kallast
Flagið og „fóru það ekki aðrir en þeir,
sem sæmilega voru kjarkmiklir“
(Hjörtur E. Þórarinsson 1973). Þegar
komið er yfir Flagið á leið til Ólafs-
fjarðar er fyrst farið um klettabelti
sem nær inn að Ófærugjá og kallast
Stykkið.
I Ófærugjá eru landamörk Dalvík-
urlands og Ólafsfjarðar. Segja má að
gjáin skeri fjallið upp í gegn þar sem
hún nær frá sjávarmáli upp í um 800 m
hæð. Gjáin snýr móti norðri og skuggi
er oftast í henni og snjó tekur þar
seint upp eða ekki.
Eyjafjarðarmegin í Múlanum skerst
Vogagjá inn í klettaþilið neðan vegar-
ins. I fjörunni neðan Vogagjár er stað-
ið við þröskuld tröllheima, Hálfdánar-
hurð. í þjóðsögum (Einar Ólafur
Sveinsson 1944) segir frá því að þau
álög hafi hvílt á Málmey að þar mætti
enginn maður vera lengur en 20 ár.
Eitt sinn bjó í Málmey Jón nokkur, en
þá var Hálfdán prestur á Felli í Sléttu-
hlíð í Skagafirði. Jón þessi þráaðist
við að fara úr Málmey og á tuttugasta
og fyrsta búskaparárinu hvarf kona
hans sporlaust á aðfangadagskvöld.
Hann leitaði til Háfdánar prests sem
fór með hann í Ólafsfjarðarmúla og
lauk þar upp berginu. Þar fékk bónd-
inn að sjá konu sína sem var orðin hin
tröllslegasta og áræddi bóndi ekki
frekari samskipti við hana. Um þetta
yrkir Jón Helgason í kvæðinu Áfang-
ar.
Ærið er bratt við Ólafsfjörð,
ógurleg klettahöllin;
teygist hinn myrki múli fram
mynnist við boðaföllin;
kennd er við Háfdán hurðin rauð,
hér mundi gengt í fjöllin;
ein er þar kona krossi vígð,
komin í bland við tröllin.
„Hurðin“ er um 80 m há og er
mynduð úr tveimur samsíða berg-
göngum. Er sá aftari svartur og mynd-
ar bakgrunn fyrir fremri ganginn,
hurðina, sem er rauðbrún (3. mynd).
Jarðlagastafli
Jarðlögin í Ólafsfjarðarmúla mynd-
uðust á tertíertímabilinu og er aldur
þeirra um 12 milljónir ára. I fjallinu
skiptast á basalthraunlög og á rnilli
þeirra eru þunn rauð setlög, svonefnd
„rauð millilög“. Frá sjávarmáli upp í
rúmlega 500 m hæð töldust vera 42
basalthraunlög og er meðalþykkt
þeirra um 13 m. Þá er talinn með
kargi sem fylgir þeim hraunum sem á
sinni tíð hafa verið apalhraun á yfir-
borði jarðar. Rauðu millilögin eru
2,7% af heildarstaflanum í fjallinu og
er þykkt þeirra 0,6 m að meðaltali.
Þau hafa upphaflega verið jarðvegslög
sem náðu að myndast ofan á hraunun-
um áður en nýtt hraun flæddi yfir.
Við jarðfræðikortlagninguna voru
basalthraunin flokkuð í þóleiítbasalt
sem var 25% staflans, þóleiítdílabas-
alt 15%, dílabasalt 24%, ólivíndíla-
114