Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 36
Sjávarbjörg girða fjallið að neðan- verðu næstum óslitið út með firðinum frá Ólafsfjarðarkaupstað út fyrir Flag og Eyjafjarðarmegin inn að Míginds- bót. Er aðeins hægt að komast niður að sjó á örfáum stöðum úr fjallinu. Hamrarnir eru hæstir framan í Múlan- um, neðan við Planið þar sem vegur- inn liggur hæst. Er þar um 260 m þverhnípi. Fast upp við Planið Ólafsfjarðar- megin var einhver illræmdasti farar- tálminn fyrir göngumenn í Múlanum áður en vegurinn kom. Þar skerst berggangur upp í gegnum jarðlaga- staflann og myndar gilskoru sem mjög erfitt er að fóta sig í. Litlu neðar end- ar skoran í 200 m hengiflugi og undir er stórgrýtt fjaran. Staðurinn kallast Flagið og „fóru það ekki aðrir en þeir, sem sæmilega voru kjarkmiklir“ (Hjörtur E. Þórarinsson 1973). Þegar komið er yfir Flagið á leið til Ólafs- fjarðar er fyrst farið um klettabelti sem nær inn að Ófærugjá og kallast Stykkið. I Ófærugjá eru landamörk Dalvík- urlands og Ólafsfjarðar. Segja má að gjáin skeri fjallið upp í gegn þar sem hún nær frá sjávarmáli upp í um 800 m hæð. Gjáin snýr móti norðri og skuggi er oftast í henni og snjó tekur þar seint upp eða ekki. Eyjafjarðarmegin í Múlanum skerst Vogagjá inn í klettaþilið neðan vegar- ins. I fjörunni neðan Vogagjár er stað- ið við þröskuld tröllheima, Hálfdánar- hurð. í þjóðsögum (Einar Ólafur Sveinsson 1944) segir frá því að þau álög hafi hvílt á Málmey að þar mætti enginn maður vera lengur en 20 ár. Eitt sinn bjó í Málmey Jón nokkur, en þá var Hálfdán prestur á Felli í Sléttu- hlíð í Skagafirði. Jón þessi þráaðist við að fara úr Málmey og á tuttugasta og fyrsta búskaparárinu hvarf kona hans sporlaust á aðfangadagskvöld. Hann leitaði til Háfdánar prests sem fór með hann í Ólafsfjarðarmúla og lauk þar upp berginu. Þar fékk bónd- inn að sjá konu sína sem var orðin hin tröllslegasta og áræddi bóndi ekki frekari samskipti við hana. Um þetta yrkir Jón Helgason í kvæðinu Áfang- ar. Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram mynnist við boðaföllin; kennd er við Háfdán hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin; ein er þar kona krossi vígð, komin í bland við tröllin. „Hurðin“ er um 80 m há og er mynduð úr tveimur samsíða berg- göngum. Er sá aftari svartur og mynd- ar bakgrunn fyrir fremri ganginn, hurðina, sem er rauðbrún (3. mynd). Jarðlagastafli Jarðlögin í Ólafsfjarðarmúla mynd- uðust á tertíertímabilinu og er aldur þeirra um 12 milljónir ára. I fjallinu skiptast á basalthraunlög og á rnilli þeirra eru þunn rauð setlög, svonefnd „rauð millilög“. Frá sjávarmáli upp í rúmlega 500 m hæð töldust vera 42 basalthraunlög og er meðalþykkt þeirra um 13 m. Þá er talinn með kargi sem fylgir þeim hraunum sem á sinni tíð hafa verið apalhraun á yfir- borði jarðar. Rauðu millilögin eru 2,7% af heildarstaflanum í fjallinu og er þykkt þeirra 0,6 m að meðaltali. Þau hafa upphaflega verið jarðvegslög sem náðu að myndast ofan á hraunun- um áður en nýtt hraun flæddi yfir. Við jarðfræðikortlagninguna voru basalthraunin flokkuð í þóleiítbasalt sem var 25% staflans, þóleiítdílabas- alt 15%, dílabasalt 24%, ólivíndíla- 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.