Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 3
Erling Ólafsson Flækingsfuglar á Islandi: Náttfarar og svölungar* INNGANGUR Hér er greint frá 4 tegundum flæk- ingsfugla á íslandi, tveimur af nátt- faraættbálki (Caprimulgiformes) og tveimur af svölungaættbálki (Apodi- formes). Af þessum ættbálkum verpa aðeins fáar tegundir á norðurslóðum og engin á Islandi. Flestar tegundanna er að finna um miðbik jarðar og hafa margar þeirra mjög sérhæfða lífshætti og eru sérkennilegar útlits. Til svöl- ungaættbálks heyra t.d. minnstu fugl- ar heims, kólibrífuglarnir. Til fróð- leiks verða ættbálkarnir og tegunda- hópar innan þeirra kynntir stuttlega. Fæstar fuglategundir í fjarlægum álfum hafa hlotið íslensk heiti. í kynn- ingu á ættbálkunum koma fyrir ýmsir íuglar, sem hingað til hafa ekki verið nefndir á íslensku. Nafngiftum í þýð- ingu Finns Guðmundssonar á „Fugl- um íslands og Evrópu“ (Peterson, Mountfort og Hollom 1962) var fylgt svo langt sem hún nær. I öðrum tilvik- um var fitjað upp á nýjum nöfnum og naut ég þar aðstoðar Gunnlaugs Pét- urssonar, en hann hefur um langt skeið unnið að samræmingu fugla- nafna. Ný heiti eru skýrð stuttlega og * Flækingsfuglar á íslandi. 7. grein: Nátt- úrufræðistofnun Islands. er þá gjarnan stuðst við íslenska orð- sifjabók eftir Asgeir Blöndal Magnús- son (1989). Almennar upplýsingar eru að mestu leyti fengnar úr Cramp (1985) og Campbell og Lack (1985). Ekki eru allar heimildir samhljóða varðandi fjölda tegunda í ættbálkunum, en hér er stuðst við Peters (1940, 1945). Ekki verður frekar vitnað í ofangreindar heimildir, nema sérstök ástæða þyki til. Fjallað er sérstaklega um þær 4 teg- undir sem sést hafa hér á landi. Öll þekkt tilvik til ársloka 1980 eru tíund- uð og tiltækra upplýsinga getið. Þegar hefur verið getið um þá fugla sem sést hafa eftir 1980 í ársskýrslum um sjald- gæl'a l'ugla (Gunnlaugur Pétursson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1983, Gunnlaugur Pétursson og Erling Ól- afsson 1984, 1985, 1986, 1988, 1989a, 1989b, Gunnlaugur Pétursson o.fl. 1991, 1992). Því þykir ekki ástæða til að telja þá upp hér (með einni undan- tekningu). Hins vegar er getið hversu oft viðkomandi tegunda hefur orðið vart eftir 1980 og eru þau gögn einnig notuð við frekari umfjöllun þar sem það hentar. Upplýsingarnar eru skráðar í þess- ari röð: fundarstaður, dagur (eða tímabil) og fjöldi fugla, ef um fleiri en Náttúrufræöingurinn 61 (2), bls. 81-91, 1992. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.