Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 3
Erling Ólafsson Flækingsfuglar á Islandi: Náttfarar og svölungar* INNGANGUR Hér er greint frá 4 tegundum flæk- ingsfugla á íslandi, tveimur af nátt- faraættbálki (Caprimulgiformes) og tveimur af svölungaættbálki (Apodi- formes). Af þessum ættbálkum verpa aðeins fáar tegundir á norðurslóðum og engin á Islandi. Flestar tegundanna er að finna um miðbik jarðar og hafa margar þeirra mjög sérhæfða lífshætti og eru sérkennilegar útlits. Til svöl- ungaættbálks heyra t.d. minnstu fugl- ar heims, kólibrífuglarnir. Til fróð- leiks verða ættbálkarnir og tegunda- hópar innan þeirra kynntir stuttlega. Fæstar fuglategundir í fjarlægum álfum hafa hlotið íslensk heiti. í kynn- ingu á ættbálkunum koma fyrir ýmsir íuglar, sem hingað til hafa ekki verið nefndir á íslensku. Nafngiftum í þýð- ingu Finns Guðmundssonar á „Fugl- um íslands og Evrópu“ (Peterson, Mountfort og Hollom 1962) var fylgt svo langt sem hún nær. I öðrum tilvik- um var fitjað upp á nýjum nöfnum og naut ég þar aðstoðar Gunnlaugs Pét- urssonar, en hann hefur um langt skeið unnið að samræmingu fugla- nafna. Ný heiti eru skýrð stuttlega og * Flækingsfuglar á íslandi. 7. grein: Nátt- úrufræðistofnun Islands. er þá gjarnan stuðst við íslenska orð- sifjabók eftir Asgeir Blöndal Magnús- son (1989). Almennar upplýsingar eru að mestu leyti fengnar úr Cramp (1985) og Campbell og Lack (1985). Ekki eru allar heimildir samhljóða varðandi fjölda tegunda í ættbálkunum, en hér er stuðst við Peters (1940, 1945). Ekki verður frekar vitnað í ofangreindar heimildir, nema sérstök ástæða þyki til. Fjallað er sérstaklega um þær 4 teg- undir sem sést hafa hér á landi. Öll þekkt tilvik til ársloka 1980 eru tíund- uð og tiltækra upplýsinga getið. Þegar hefur verið getið um þá fugla sem sést hafa eftir 1980 í ársskýrslum um sjald- gæl'a l'ugla (Gunnlaugur Pétursson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1983, Gunnlaugur Pétursson og Erling Ól- afsson 1984, 1985, 1986, 1988, 1989a, 1989b, Gunnlaugur Pétursson o.fl. 1991, 1992). Því þykir ekki ástæða til að telja þá upp hér (með einni undan- tekningu). Hins vegar er getið hversu oft viðkomandi tegunda hefur orðið vart eftir 1980 og eru þau gögn einnig notuð við frekari umfjöllun þar sem það hentar. Upplýsingarnar eru skráðar í þess- ari röð: fundarstaður, dagur (eða tímabil) og fjöldi fugla, ef um fleiri en Náttúrufræöingurinn 61 (2), bls. 81-91, 1992. 81

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.