Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 20
Þvermál blaðkrónu víðis, cm Crown diameter of willow plants cm 2. mynd. Stærðardreifing víðitegunda í Vakalág haustið 1990. Stærð er mæld sem mesta þvermál blaðkrónu. Tlie size distri- bution of the willow species (Salix) found in Vakalág in the fall of 1990. Size is meas- ured as the maximum diameter of the aerial parts of the plant. greindar (tveir aldurshópar: frá 1989 eða 1990), merktar, stærð þeirra mæld og staðsetning skráð á sama hátt og gert hafði verið í öðrum smáreitum. ÚTREIKNINGAR Mesta þvermál ofanjarðarhluta víðiplantna var notað sem mælikvarði á stærð, en há fylgni (r=0,95) fannst á milli mesta þvermáls víðis og þver- máls hornrétt þar á. Fyrir hverja birkiplöntu var reiknuð út minnsta fjarlægð til næsta víðis og var þá mið- að við víðiplöntur sem voru 4 cm í þvermál eða stærri. Til þess að bera saman stærð birki- plantna eftir fjarlægð frá víði var þeim skipt upp í 3 flokka. Eftirfarandi skipting var notuð: 0-65 cm, 66-130 cm og yfir 130 cm fjarlægð. Samband stærðar og fjarlægðar var kannað með stikalausu prófi, Kruskal-Wallis prófi eða Mann Whitney U-prófi (Sokal og Rohlf 1981). Gögnum úr öllum blokk- um var slegið saman, en samanburður gerður á þeim plöntum sem fengið höfðu sömu meðferð. Væri fjöldi í hverjum flokki minni en 5 voru flokk- ar sameinaðir þannig að plöntum sem voru lengra frá víði en 65 cm var sleg- ið saman og samanburður gerður á þeim og plöntum sem næstar voru víði (0-65 cm). Þessir útreikningar voru notaðir á þær birkiplöntur sem spírað höfðu sumarið 1989 og voru því á öðru ári og á plöntur sem spírað höfðu sumarið 1990 og voru á fyrsta ári þegar mælingar á stærð fóru fram. NIÐURSTÖÐUR Á melnum í Vakalág voru fjórar víðitegundir (2. nrynd). Mest var af grávíði og grasvíði, en örfáar plöntur voru einnig af loðvíði (Salix lanata) og gulvíði (Sali.x phylicifolia). Þvermál víðiplantna var frá 1 cm upp í 65 cm. Ekki reyndist vera marktækur munur á þvermáli víðis eftir tegundum (fer- vikagreining á logm vörpuð gildi, p = 0,82). Að meðaltali var þvermál víði- plantna 16 cm. Víðiplönturnar voru allar fremur lágvaxnar. Hæð grasvíð- is, sem er rnjög lágvaxin tegund, var aðeins frá 1-2 cm. Plöntur af hinum tegundunum voru flestar nokkru hærri, þ.e. á bilinu 1-11 cm. SAMBAND STÆRÐAR BIRKIS OG FJARLÆGÐAR FRÁ VÍÐI Birkiplöntur á öðru ári Mælingar á rúmlega ársgömlum plöntum sýndu að greinilegt samband var á milli stærðar þeirra og fjarlægðar frá víði. I öllum tilraunaliðum þar sem samanburður var mögulegur kom fram marktækur munur á stærð birkis eftir fjarlægð frá næsta víði (3. inynd). Lítill munur var hins vegar á stærð plantna sem voru lengra frá víði en 65 cm. Stærstar voru birkiplönturnar á 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.