Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 5
HILMAR j. MALMQUIST Kjaftagelgjur Um lúsífer og aðra furðufiska Djúpsjávarfiskurinn lúsífer og frændur hans eru furðuskepnur sem búa yfir athyglisverðum eiginleikum er gera þeim kleift að lifa við erfiðar kring- umstæður. Þeir halda sig á 1000-3000 m dýpi í hafinu en þar niðri ríkir eilíft myrkur. Það er því ef til vill við hæfi að einn þeirra fiska sem í myrkrinu búa skuli nefndur eftir myrkrahöfðingjan- um, hinum fallna Ijósbera og upp- reisnarengli, Lúsífer. Það var Bjarni Sæmundsson sem gaf fiskinum þetta nafn og tók hann þá m.a. mið af útliti fisksins og Ijósabúnaði á höfðinu. yrir skömmu barst Náttúrufræði- stofu Kópavogs frosið eintak af kjaftagelgjunni lúsífer (Him- antolophus groenlandicus Rein- hardt, 1837) sem veiddist í flotvörpu út af Reykjanesi. Fiskurinn var stoppaður upp og innvolsinu haldið eftir til nánari athugunar. Náttúrufræðistofan átti annan lúsífer fyrir en ekki þótti verjandi að láta nýja eintakið, fágætan gripinn, hirast ofan í frystikistu eða þynnast upp í alkóhóli. Náttúrufræðistofan býður því gestum upp Hilmar J. Malmquist (f. 1957) lauk B.Sc.-honours- prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1983, cand. scient.-prófí í vatnavistfræði frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn 1989 og doktorsprófi i vatnavistfræði frá sama skóla 1992. Hilmar hefur gegnt starfi forstöðumanns á Náttúrufræðistofu Kópavogs frá 1991. á tvo uppstoppaða lúsífera, báða fúllvaxna og kvenkyns (1. mynd). Markmiðið með þessu greinarkomi er að draga saman ýmislegt um líffræði lúsífers og annarra kjaftagelgna, með áherslu á 1. mynd. Lúsífer. Fullvaxnar hrygnur, 42 og 45 cm á lengd. Sýningargripir í Nátt- úrufrœðistofu Kópavogs. Ljósm. Guð- mundur Ingólfsson. Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 167-176, 1995. 167

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.